Þar sat önnur tveggja manna, sjálfstæðismaðurinn Ásta Möller. Verið var að ræða þessi nýju lög, og þá sérstaklega þann þátt sem sumum þykir vega að tjáningarfrelsi, þar sem samkvæmt nýju lögunum verður öll fjölmiðlaumfjöllun um einstakar tóbakstegundir bönnuð, sé hún ekki beinlínis í þágu forvarna.
Gísli Marteinn, stjórnandi þáttarins beindi spurningu til Ástu sem snérist um það, hvort samkvæmt nýju lögunum honum, sem blaðamanni, væri nú óheimilt t.d. að fara til Kúbu, búa til heimildaþátt um kúbverska menningu og sýna sem hluta af þeim þætti framleiðslu vindla.
Svar þingmannsins við spurningunni þótti mér ákaflega klaufalegt. Hún sagði að samkvæmt bókstaf laganna mætti hann það ekki, nei, en honum yrði þó ekki refsað fyrir.
Hvað á svona lagað að þýða? Hverskonar skilaboðum er þingmaðurinn að koma á framfæri? Eru sum lög ekki þess verð að fylgja? Er okkur í sjálfsvald sett hvaða lögum við viljum hlýða og hverjum ekki?
Þingmaðurinn ræddi í kringum málið og talaði um að menn yrðu að finna anda laganna, og skilja til hvers þau voru sett; til að sporna gegn óbeinum tóbaksauglýsingum. Hún sagði að menn yrðu að horfa til þessa anda laganna þegar ákvarðanir væru teknar. Nú skil ég vel hvaðan þessi hugsun kemur, og hugmynd laganna sem slík er góð, en er ekki eitthvað að útfærslunni þegar þingmaður segir að þetta verði nú ekki lög sem eigi að fara eftir…alltaf.
Hvað finnst ykkur?
Vargu
(\_/)