Sjálfstæðisflokkurinn: 332.918.000 kr.
Samfylkingin: 236.717.000 kr.
Framsóknarflokkurinn: 155.173.000 kr.
Vinstrihreyfingin grænt framboð: 77.099.000 kr.
Frjálslyndi flokkurinn 42.095.000 kr.

——————————————————————————–

Alls: 844.002.000 kr.

Heimildir: www.uf.is

Þetta er það sem skattpeningar okkar meðal annars fara í. Fyrir utan þetta þá þiggja stjórnmálaflokkar félagsgjöld og styrki frá fyrirtækjum.

Mér finnst þetta út í hött. Bara af því að einhverjir vissir aðilar vinna í því að koma stjórnmálaskoðun sinni á framfæri þá eiga þeir ekki að vera á launum hjá ríkinu við það. Og svo í þokkabót þiggja þeir frá fyrirtækjum líka. Meiningin með ríkisstyrkjunum er m.a. sá að stjórnmálamenn ættu að vera óháðir viðskiptalífinu.

Ofan á þetta þá eru fjármál stjórnmálaflokkana lokuð bók. Við fáum ekki að vita hvað peningarnir fara í.

Það er eitthvað rotið í Íslandsveldi!