Okkar ástkæra þjóð er fara til fjandans.
Og það sem tekur á móti okkur þar í bæ er eittkvað sem ég vil hellst ekki ímynda mér. En geri þó. Það mun taka við okkur minna frelsi, minna lýðræði, aukin verðbólga, lengri vinnutími, verra helbrigðis og menntamála kerfi, heimskari og veikari þjóð, hræðileg stéttaskipting, verra veður, aukið atvinnuleisi, minni þjónustu, minni hamingja, stærri skuldir lægri kaupmáttur, og svo frammvegis.
Til að sporna gegn þessu (því þetta mun gerast ef ekkert verður að gert) verða stjórnvöld að hugsa sinn gang. Og ef þau gera það ekki (sem allt lítur út fyrir að gerist) verðum við, þ.e. ÞÚ, lesandi góður, og ÉG, að gera eitthvað rótækt. T.d að velta núverndi stjórn af stóli.
Ég get rökstutt eða gefið dæmi allt sem ég sagði í byrjun.
1. Minna frelsi: Frelsið fer minnkandi með árunum. Fyrir 25 árum síðan mátti ég kaupa mér bát og byrja að veiða. Nú verð ég að eignast veiðileyfi, kaupa eða leigja kvóta o.s.fr, o.s.fr. Auk þess sem reynt var fyrir skömmu síðan að banna þriðjungi landsmanna að eiga fjölmiðla. Fáránlegt ekki satt?
2. Minna lýðræði: Mér líður eins og lýðræðið í þessu landi virki ekki. Það er sama hve mikið stjórnvöld geta kúgað okkur þá mindast aldrei nógu sterk andstæða (að undanskyldnu fjölmiðlamálinu víðfræga). Og vill ég benda á grein Chosans “Umhverfisráðherra og lýðræði” sem fjallar að miklu leiti um þetta.
3. Aukin verðbólga: Meiri og meiri peningur fer úr landinu og ekkert fær það stöðvað. Eins og staða krónunar er í dag ýtir það undir fjárfestingu á erlendum iðnvarningi og dregur úr eftirspurn á Íslenskum varningi erlendis. Nú er verðbólga 4,3% sem er rétt yfir efri þolmörkum en hún fer ört vaxandi. Svo virðist sem stjónvöld ætli bara að fara í sitt sumarfrí og taka á þessum vanda síðar þegar það verður orðið of seint.
4. Lengri vinnutími: Með lægri kaupmætti verður vinnutímin lengri, Það segir sig sjálft og hann er slæmur eins og er. Hjá Íslenskum karlmanni er meðaltalið 45,7 klst. á viku og það er bara meðaltalið því allir þessir formenn, alþingismenn og kvótakarlar sem vinna sirka 10 tíma á viku draga það niður. Þetta mætti laga með t.d. lægri sköttum.
5. Verra heilbrigðis og menntamálakerfi: Þarf að rökstyðja þetta? Veit ekki hver Íslendingur hvernig staðan er í þessum málum? Hverjum öðrum en Íslendingum, kanski Bandaríkjamönnum, dettur það í hug að setja 200.000.000 kr. sparnað í heilbrigðiskerfið??? Og þrátt fyrir mikil mótmæli meðal námsmanna þykjast stjórnvöld vita best hvað er best fyrir námsmenn. Og skólagjöld??? Ég veit að á mörgum stöðum eru himinhá skólagjöld sjálfsagt mál. En sammt tel ég að skólagjöld sé barn síns tíma. Þau skilda námsmenn til að vinna með skóla sem þíðir lélegri námsárangur hjá þeim fátækari sem þíðir aukin stéttaskipting. Nú eru 59,6% námsmanna sem vinna að meðaltali 26,9 klst. á viku Og nú ætla stjórnvöld að lengja skólaárið í framhaldsskólum og færa þar með vinnu frá sumrinu og yfir á mitt skólaár. Auk þess sem einungis 0,8% af þjóðartekjum Íslendinga fara í háskólana. Sú tala er um þrisvar sinnum hærri í BNA.
6. Heimskari og veikari þjóð: Verra heibrigðis og menntamálakerfi = heimskari og veikari þjóð. Meiri rökstuðningur er óþarfur.
7. Hræðileg stéttaskipting: Ég var búinn að koma inn á stéttaskyptinguna með lélegri menntamálakerfi. En það er meira sem ýtir undir stéttaskipingu. Fyrir 50 árum virtist allt vera á réttri braut og meira segja hvarf stéttaskiptingin fyrir ekki svo löngu síðan. En kvótakerfið hefur búið til nýja stétt: Snobbstéttina. Og inní hana hafa blandast allir þeir sem eru í fjölskyldu eða eru komin úr fjölskyldu þar sem vinnutímin hjá heimilisföðurnum er minni en 10 klst. á viku og þar sem konan vinnur ekki (ekki öfugt). Þar eru forstjórar og þeirra fjölskylda, kvótakarlar og þeirra fjölskylda og stjórnmálamenn og þeirra fjölskylda. Eins og allir vita láta meðlimir snobbstéttarinnar ekki sjá sig utan þeirra stéttar.
8. Verra Veður: Við mengum sífellt meira og meira. Og með meiri mengun fylgja hin svokölluðu gróðurhúsaáhrif sem munu leiða okkur í næstu ísöld. Þið hugsið kannski: „Það er ekkert stjórnvöldum að kenna.“ RANGT Ef meirihluti samfélgsins er vandamál er það samfélagsvandamál og stjórnendur samfélagsins eiga að sjá um sitt samfélag.
9. Aukið atvinnuleisi: Ég var búinn að koma inn á aukna verðbólgu. Atvinnuleisi er bein áhrif af verðbólgu. Þar sem enginn á pening getur engin fjármagnað vinnuafl.
10. Minni þjónusta: Með auknu atvinnuleisi hefur ríkið minni skattpening og þarf þar af leiðandi að skera niður í ýmsum efnum. T.d. atvinnuleisisbótum heilbrigðiskerfinu, og svo frammvegis. Afleiðingarnar á minni skatttekjum eru hræðilega. Það er staðreynd.
11. Minni hamingja: Í samfélagi þar sem þjónustan er minni er hamingjan minni. Fólk sem þarf að sjá fyrir sér sjálf að mestu mæli og hefur ekki tíma til að sinna fjölskyldu sinni út af löngum vinnuvikum er óhamingusammt. Það er kaldur veruleikinn. Peningur skapar hamingjuna. Þessi liður er hafin og á leið niður. Ég hef heirt að foreldra neiðast til að vera með börnin sín á leikskóla 8 tíma á dag í meira og meira mæli. Það er sammfélagsvandamál, ekki einstaklings. Og því verður sammfélagið að taka á því.
12. Stærri skuldir: Með hærri verðbólgu, meira atvinnuleisi og minni kaupmátt hækka skuldir heimilana enn meira. Og er það nú þegar svart. Þar sem í öðrum hverjum frétta tíma er talað um slæma stöðu heimila. Þess má geta að lánsupphæð í almennum skuldabréfum rúmlega tvöfaldaðist á árunum 2001-2003 (Því miður fann ég ekki nýrri tölur).
13. Lægri kaupmáttur: Minkandi kaupmáttur er hluti af þeirri keðjuverkun sem lýsir sér hér fyrir ofan. Þó svo að kaupmátturinn sé mjög hár núna er það sannað mál að því hærra sem þú klífur, því hærra verður fallið.
Eins og ég sagði er þjóðin að fara til fjandans. Hún er ekki komin þangað en er þó á leiðini. Eins og þú, lesandi góður, sást vonandi, er hér á ferðini mjög hættuleg keðjuverkun. Hún er farin af stað en þó má stöðva hana. Enn er tími. En hve langur?, hversu mörg korn í viðbót þarf til að fylla mælinn. Þó svo að nú séu peningamálin í besta lagi er ekki hægt að segja það sama um peningin sem skilar sér til þjóðarinnar sjálfrar og það er það sem ég er messt ósáttur við og óttast hvað mest að fari í bakið á okkur Íslendingum.