Ég rakst á það í fréttunum um daginn að einn þingmaður Frjálslyndaflokksins (man ekki alveg hver) var að tala um landsbyggðarmálin. Hann sagði að skatttekjur sem íbúar á landsbyggðinni greiddu komu ekki til baka nema í einhverju prósentuhlutfalli. Svo vill til að fyrir skömmu síðan var einmitt fjallað um þessi mál á Huga undir nafninu “Landsbyggðini blæðir, Reykjavík græðir” eða eitthvað því um líkt. Þingmaðurinn notaði meira að segja orðin „Landsbyggðin blæðir“ í ræðu sinni. Þetta segir mér að áhrif Huga ná út fyrir Huga og hugsanlega inn á þingið sjálft. Það gæti verið að þetta einstaka dæmi hafi verið tilviljun ein, en samt sem áður má alltaf reyna á það og því ætla ég að fjalla hér um kvótakerfið.
Frá myndun núverandi kvótakerfis hefur alltaf verið óánægja með það. Aðalega vegna þess að réttu meðlimirnir og bæjarfélögin eru ekki að fá rétt hlutfall af peningunum fyrir fiskinn. Þegar það er þjóðarósætti með hluti er um að gera að bæta þá. Það er samt sumt sem er orðið of slæmt að til að bæta það þarf þar að gera róttækar breytingar. Kvótakerfið er eitt af þessum dæmum og hef ég hugmynd af nýju kvótakerfi. Hvort það sé betra eða verra er anarra að dæma.
Ég vill meina það að eigendur kvóta ættu að vera bæjarfélögin sjálf og myndi þá sérstök nefnd ákvarða kvótan sem hvert bæjarfélag fær meðað við útgerðirnar, bátana og afla síðasta árs. Þegar bæjarfélögin eru komin með kvótan mun síðan önnur minni nefnd innan sveitarfélagsinns ákveða hve mikin kvóta hver bátur fær á ári. Kvótaneytendur myndu þá þurfa að sækja um kvótan sem þeir þurfa árlega. Hellst endurgjaldslaust.
Ef kvótaneytandi þyrfti af enkverjum ástæðum að fá meiri kvóta myndi hann þá sækja um umframkvóta sem væri þá undir bæjarfélaginu að ákveða hvort og hve mikið þeir myndu láta þá fá. Ef kvótaneytandi sér hinns vegar fram á að hann eigi ekki eftir að nota allan kvótan sem honum var fært myndi hann geta fært honum öðrum innan bæjarfélagsinns eða utan þess til annars aðila sem á þarf. Árlega myndu síðan bæjarfélögin meta hver og hverjir fá meiri kvóta og hverjir myndu fá minna. Þá myndi líka önnur nefnd koma saman árlega til að endurmeta kvótaeign hvers bæjarfélags fyrir sig. Ég myndi sammt hafa það þannig að öll kvótaverslun milli bæjarfélaga ætti að vera æthuguð varlega hellst yfirfarin áður en að þeim yrði.
Kvótin ætti þá að vera alveg frír fyrir alla sem hann þurfa og ætti engin sem kemur nálagt fiskveiðum að koma nálægt kvóta, að undanskyldum fyrrnefndum nefndum.
Þetta mundi auðvelda smáum útgerðum til muna að koma sér í samkeppnishæfa aðstöður og ennig myndi þetta auðvelda starfsemi sjálfstæðra smábátaeigenda.
Ofanneft kerfi er þó ekki alveg gallalaus. Fyrir utan gallana sem eru mér ósýnilegir eru gallarnir eftirtaldir.
Þetta kerfi myndi koma illa á alla þá sem eiga kvóta en koma ekki nálægt fiskveiðum né stunda útgerð af neinu tagi. Einnig kæmi þetta illa á þá sem eiga kvóta en leigja hann út.
Best áhrif myndi þetta hafa á smábátasjómenn sem ekki eiga kvóta, alla sem leigja hann og minni útgerðir. Ég tel að þetta kerfi mundi hafa einungis smávægjileg áhrif á útgerðir og sjómenn sem veiða fyrir allan kvótan sinn.
Í sambandi við þá sem á þessu tapa myndi ég láta þá fá einhverskonar sárabætur fyrir tapið sem þeir myndu af þessu hljóta.
Endilega komið með aðrar hugmyndir hér fyrir neðan eða bara ræðið með eða á móti þessari hugmynd minni.