Vá. Þetta er sennilega einhver mesta sleazy umræða um nokkuð málefni sem ég hef nokkurn tíma séð! Það er nánast enginn sem færir rök fyrir sinu máli, hvorki vinstra né hægra megin. (Ingólfur Harri undantekning). Ef þið segið að Davíð sé að gera eitthvað rangt, segið þá hvað það er og hvað hann hefði frekar átt að gera. Og ef þið segið hvað Ögmundur eða Skallagrímur séu mikil fífl, reynið að minnsta kosti að færa rök fyrir skoðunum ykkar í guðanna bænum.
vwbjalla, hefurðu einhvern tíma lesið stjórnarskránna? Þá myndirðu skilja margt sem t.d. Ögmundur er að segja. T.d. er verkfallsréttur sjómanna stjórnarskrárbundinn, og því stjórnarskrárbrot að stöðva það. Það á frekar að kenna samningamönnum sjómanna um hvað þeim gengur illa að landa samningum í staðinn fyrir að vera með einhverjar dómsdagslýsingar á hendur vinstrisinnum.
Ég hef líka tekið eftir því að allir sem hafa nefnt kommúnisma á nafn HAFA EKKI MINNSTU HUGMYND UM HVAÐ ÞEIR ERU AÐ TALA. Hin rétta merking kommúnisma á ekkert skylt við Sovétríkin sálugu eða Kína. Þar ríkir/ríkti fasismi, kjarnræði fárra manna og ætta sem blekktu þjóðir sínar með fögrum boðskap um fyrirmyndarríkið, en að sjálfsögðu ætluðu þeir sér aldrei að búa til þetta fyrirmyndarríki þjóðarinnar, aðeins fyrirmyndarríkið sitt.
Einnig horfi ég á marga tala fjálglega um Kúbu og Fidel Castro án þess þó að færa nokkur rök fyrir máli sínu. Það er kannski nokkuð merkilegt hvað Hannes Hólmsteinn talar mikið um að Kúba sé fátækasta land norðurhluta Ameríku. Ein rök duga til að hrekja þessa yfirlýsingu: Það ER lægra fátæktarhlutfall á Kúbu en í Bandaríkjunum. Check all researches in the world if you like. Það er einnig lægri glæpatíðni á Kúbu en í Bandaríkjunum og reyndar flestum ríkjum Ameríku, og nota bene: miklu hærra hlutfall læsra en í Bandaríkjunum. Check them again.
Fidel Castro og Che Guevara gerðu uppreisn með félögum sínum, studda af heilli þjóð, gegn einræðisstjórn Batista, og Castro hefur haldið uppi merkjum jafnaðarstefnunnar allt til dagsins í dag (sjá rök ofar), ólíkt fasistum Sovétríkjanna og Kína, og því er ótækt að líkja þessum tveimur heimum saman.
Ég er ekki að segja að Kúba sé besta land í heimi eða að Castro sé guð. Aðeins er ég að benda á að það á ekki að taka allt eins og heilagan boðskap sem maður heyrir. Ég vil ekki vopnaða uppreisn á Íslandi a la Che, en ég vil að allir Íslendingar njóti góðæranna sem við fáum af og til sem betur fer, og að alltaf sé reynt að gera Ísland sem best fyrir alla sem búa þar, ekki bara að koma því á efsta stallinn yfir “ríkustu þjóðir heims”, no matter what. Því tilgangurinn helgar EKKI meðalið í þessu tilviki.
Ykkur er frjálst að mótmæla þessum skoðunum mínum á rökrænan hátt, sbr. stjórnarskrárbundið tjáningarfrelsi. :)