Nú er hún Þorgerður Katrín menntamálaráðherra komin með frumvarp með að leggja niður afnotagjöld á Ríkisútvarpinu og gera það að sameignarfélagi. Þetta finnst mér svona frekar asnalegt hjá þeim því að þetta er bara komið yfir í skattana og við erum enn þá að borga fyrir þessa sjónvarpsstöð þó að maður horfi mikið sem ekkert á hana. Eða alla vega ekki ég og margir aðrir.
Þetta ríkisútvarp er eitthvað svo gömul hugmynd og er engin veginn í takt við tímann að hafa ríkisrekna sjónvarpsstöð. RÚV getur bankað upp á hjá þér og fjarlægt sjónvarpið þitt ef þú borgar ekki afnotagjöldin þín sem er alveg fáránlegt. Að mínu mati átti ríkisstjórnin átti bara að ganga alla leið og láta einkavæða þetta og leggja algjörlega niður þessi afnotagjöld og taka ríkisvaldið í burtu frá þessum rekstri. Það sést núna til dæmis með þessa ráðningu hjá þessum fréttastjóra að það er allt að vera vitlaust og fólk að hóta að segja upp störfum hjá RÚV út af því að einhver gæji var valinn sem fréttastjóri en ekki einhver annar. Ef þetta væri einkafyrirtæki þá mundi þetta ekki lýðast heldur væri hæfasti einstaklingurinn ráðinn og það væri ekki einfaldara en það.
Einnig fer alveg fáránlega mikill peningur í þessa stöð eða u.þ.b 1,8 milljarður á ári. Þetta er svona frekar mikill peningur sem fer í þetta miðað við hvað stöðin hefur upp á að bjóða sem er aðallega fréttir. Mér finnst þetta alla vega fáránlegt og það á að einkavæða RÚV eins fljótt og hægt er og leyfa þannig almenningi að hafa val um hvort það vilji borga fyrir þessa stöð eða ekki.