Var að lesa stefnu sus.is í hnotskurn. Hluti hennar er svona:
“Ungir sjálfstæðismenn styðja Sjálfstæðisflokkinn að málum og fylgja sjálfstæðisstefnunni, sem setur traust sitt á sérhvern einstakling og frelsi hans í þeirri vissu, að fái frumkvæði hans, framkvæmdaþróttur og kapp notið sín, miði skjótast áfram. Menn eiga að fá notið ávaxta verka sinna og sjá tilgang í því að leggja sig alla fram. Sagan sýnir að þegar saman fer jafnrétti manna og umbun fyrir erfiði og atorku, þá miðar þjóðfélaginu sem heild hraðast fram á veg.”
Þessi hluti af stefnunni er flottur. Ég er fygjandi honum, næstum orð fyrir orð. Þessvegna er ég að sjálfsögðu ekki að fara að kjósa sjálfstæðisflokkinn í næstu kostningum, nema eitthvað mikið breytist hjá honum.