Það getur meira en verið að ég sé að skrifa um eitthvað gamallt málefni, þar sem ég er nýr notandi hér á hugi.is

Málið er Rúv, ríkisbattery sem angrar mig og ég efast ekki um að mörg ykkar finnið fyrir þessum tilfinningum líka.
Ég hef stundum vellt því fyrir mér hvort Aðferðir RÚV við að afla tekjum stangist ekki á við allmenn samkeppnislög, þar sem Ég sem þarf að borga afnotagjöld og neyðist til að horfa á auglýsingar, og það besta var þegar þeim datt í hug um daginn að skella auglýsinga hléum inní bíó myndir ?
Hvers eiga hinar sjónvarpstöðvarnar að gjalda?
þær eru í samkeppni við hið ómögulega…
mér persónulega fynnst að ætti að banna RÚV að sýna auglýsingar þar sem þær eru helsta tekjulind hinna rásana sem að mér fynnst sinna þörfum okkar áhorfenda mun betur.
Það myndi líklega gera hinum kleyft að lækka afnotagjöld.

hvað fynnst ykkur um þetta?