Já, ef. En hvar kemur það fram að þú sért ekki að reyna að sannfæra neinn annars?
Ég sé bara ekki mikla ástæðu til að vera lýsa því yfir, áður en ég skrifa eitthvað, að ég sé að segja mína skoðun eða hvort ég sé með áróður. Þess vegna kemur það ekki fram í mínum svörum.
Rétt en áðan segirðu “Vegna þess að áróður eru skoðanir”, þarna ertu kominn í mótsögn við sjálfan þig.
Þetta átti ekki að vera mótsögn. Ég notaði alhæfingu þarna og biðst bara innilegrar afsökunar á því.
Því hefði þetta átt að vera "Vegna þess að áróður eru
oftast skoðanir“ og ”Í fyrsta lagi þá þarf áróðurinn ekki
endilega að vera byggður á neinu."
Rétt, en það er vegna þess að þeir sem að beita honum þurfa að nota svona lélegar aðferðir
Hvernig eru þetta lélegar aðferðir ef þetta höfðar til svona margra og skilar svona miklum árangri?
sá sem hefur sannleikann á bak við sig þarf ekki að beita svona aðferðum. Einnig eins og ég sagði áðan er hann ekki að útiloka neinn hóp, hvorki skynsama né óskynsama sem að veitir honum forskot.
Einnig getur áróður bæði verið flottur og vel gerður og höfðað til skynsemis fólks á sama tíma.
Áróðurinn er notaður til að höfða til sem flestra á sem styðstum tíma. Sannleikurinn skiptir bara engu máli, það sem skiptir máli er að fólkið styðji stjórnvöld og til þess er áróður.
Að hafa áróðurinn stuttann er gott vegna þess að þá er hægt að nota hann oft og mörgum sinnum á stuttum tíma. Það tekur langann tíma til að sanna og rökstyðja mál sitt og þess vegna er því oftast sleppt.
Það má alveg deila um það hvort það taki lengri tíma, þegar allt kemur til alls, að búa til einhverja lygavefi eða að segja sannleikann og rökstyðja hann.
Nei, en hún er styttri en það sem hún er byggð á. Er 3000 blaðsíðna skáldsaga sem er 500 blaðsíðum styttri en fyrirmyndin, stutt?
Ég myndi segja að 3000 blaðsíðna skáldsaga væri löng, en gæti ekki verið að einhverjum öðrum finnist það ekki?
Fer það ekki eftir því hvað þér finnst stutt?
Er “T.d.” stutt?
Þú notar röng viðmið við samanburðinn og þú átt að nota hina raunverulegu lengd, annað er bara rugl.
“Davíð Oddsson er fáviti vegna þess að hann styður fjölmiðlalögin og einnig styður hann kvótakerfið”.
Stytting: “Davíð Oddson er fáviti”
“Davíð Oddsson er ekki fáviti vegna þess skoðanir manna gera þá ekki heimska”.
Hvort er réttara að bera saman þegar það kemur að lengd?
Stytti ég ekki ‘lengra’ dæmið líka?
“Bandaríkin eru að gera hitt og þetta til að verða lík fyrrverandi fasistaríkjum!”
Hrópar þetta einhver, frekar en að hrópa “fasisti fasisti”?
Ég notaði styttingu á móti styttingu.
Það tekur bara miklu minni tíma að hrópa eitthvað útí loftið án raka heldur en að rökstyðja mál sitt. Dæmin mín voru bara mjög ýkt.
Styðsi “bandaríkin-eru-fasista-áróðurinn” sem ég gat hugsað upp var “Fasisti fasisti!” en hitt var bara stytting á mörgu hugsanlegu.
Getur þú fundið styttri leið til að koma með áróður um það að bandaríkin séu fasistaríki með rökstuðning?
Ég er ekki að fara að nota raunverulega lengd áróðurs.
Ég get ekki búið til einhvern áróður bara sísvona og ég einfaldlega nenni ekki að fara að leita að einhverju áróðursefni bara til að sefa þig.
Af hverju er verið að skrifa grein um þetta ef að hann vill ekki sannfæra neinn um það að snjór sé vondur. Vegna þess að höfundinum leiðist?
Nei, þá er hann samkvæmt þessum forsendum sem þú gefur að reyna að koma sinni skoðun á framfæri, annars væri hann ekki að þessu, ekki satt?
Bíddu.. er þetta mjög ólíklegt? Skoðaðiru forsíðukorkana áður en það kom einhver tilkynning frá JReykdal?
Bara talað um hvað fólki fannst leiðinlegt og hvað þeim fannst skemmtilegt. Síðan, oftar en ekki, stóð eitthvað í líkindum við “mér leiddist bara” í endann.
Er fólk að skrifa bréf til blaðsins til þess eins að skemmta sér? Eða er það kannski að reyna að sýna fram á að þeirra skoðun á þessu og þessu máli sé rétt.
Ég hef bara aldrei séð bréf til blaðsins þar sem talað er um hvað fólki er kalt eða hvað það saknar einhvers mikið.
Munurinn á því og einhverju pólitísku, er sá að ef þér er kalt, þá finnst þér það. Það getur enginn annar bara sagt við þig að það sé vitlaust, rökstutt það vel, og þú trúir því bara. Þetta er bara tilfinning.
Eitthvað í sambandi við pólitík eða annað getur verið satt eða vitlaust, skoðun þín er einfaldlega bara það sem þú vilt að sé rétt. Er það ekki?