Þú ert að rugla klippingu til áhrifabrigða saman við lygar. Það er mjög langt þar á milli.
Tökum hversdagslegt dæmi…
Kvikmyndagagnrýnandi segir eftirfarandi:
“Þessi mynd er svo ömurleg að það þarf stórkostleg eiturlyf til að njóta hennar.”
Ef þú klippir videoið til og notar orðið “ömurleg”, þá ertu að henda frá hluta af því sem hann sagði, en heldur samt meiningunni.
Ef þú hins vegar notar orðið “stórkostleg” í samtíningi af umfjöllunum um myndina, þá ertu jú að nota hluta af því sem hann segir, en meiningin verður 100% öfug.
Í þessu dæmi sem þú nefnir, þar sagði Bush það sem hann sagði og meinti það sem það leit út fyrir að hann meinti. Hvar og hvenær skiptir ekki öllu máli, því meiningin heldur sér.
Eins veit ég að myndbandið af honum þar sem hann segir “I urge all nations to catch these terrorist killers - now watch this drive.” og golfar svo, var vel hægt að taka í myndinni sem svo að hann væri að tala um Al-Qaeda stuttu eftir 9-11, en í raun var hann að tala um Palestínumenn stuttu eftir að sprengja sprakk í Ísrael. Hægri lúðar hérna hafa gert mikið úr þessu og láta sem þetta sanni að Moore ljúgi og mistúlki.
En, hvenær hann sagði þetta og við hvaða tilefni er ekki það sem skiptir máli og var ekki tilgangurinn með skotinu, heldur að sýna fram á það hvað Bush tekur hryðjuverkum léttilega. Hver sá sem segir það sem hann sagði þar, sama hvaða hryðjuverk er um að ræða, lítur þau ekki mjög alvarlegum augum.
Allt annað sem þú heyrir um þetta skot er fyrirsláttur og er eingöngu til að draga athygli þína frá raunveruleikanum. Repúblíkanar hafa aldrei unnið kosningabaráttu með því að segja sannleikann. Ef þeir tala um málefnin, tapa þeir. Ef þeir lýsa yfir stefnuskrá sinni, tapa þeir. Eina aðferðin sem virkar og þeir nota einmitt óspart, er að moka skít á andstæðinginn þannig að fólk líti á repúblíkanana sem illskásta kostinn. Því miður virkar þetta.
Það eru engar ‘beinar falsanir’ í Fahrenheit 9/11.
Ég mæli með því að þú lesir staðreyndalistann sem hópur lögfræðinga staðfesti og setti saman á meðan á gerð myndarinnar stóð (þessi hópur er ástæðan fyrir því að enginn hefur getað farið í mál við Michael Moore útaf myndinni, því allt sem í henni er hefur heimildir og á við rök að styðjast).
Kíktu á
http://www.michaelmoore.com/books-films/f911reader/index.php?id=16 því þar geturðu farið í gegnum alla myndina senu fyrir senu og skoðað heimildirnar fyrir hverju og einu. Ekki láta það stoppa þig þó þetta sé á vefsíðu Michael Moore, hann setti þetta upp til að getað vísað fólki á heimildir strax þegar gagnrýnisraddir eins og þín fóru að heyrast.
Ástæðan fyrir því að ég talaði um Clinton, er vegna þess að þú baðst mig um að nefna eitthvað sem er rangt í Fahrenhype. Ég gerði það.
Þú ert ekki enn búinn að nefna mér neinar falsanir eða sannanlegar lygar úr Fahrenheit 9/11 og verð ég því að líta svo á að þú hafir engain haldbær rök fyrir fullyrðingum þínum - að þetta sé bara eitthvað sem þú hefur heyrt og gripið sem sannleikann afþví hann hentaði fyrirfram mótuðum hugmyndum þínum.
Þannig virkar ekki gagnrýnin hugsun. Það er skylda hvers og eins að taka öllu sem þeim er sagt með fyrirvara, hvort sem það er Michael Moore, George Bush eða Davíð Oddsson sem er að tala.
Ég hef gert mínar eigin rannsóknir, að því best ég get og það er mín niðurstaða að það sé meira af sannleik í Fahrenheit 9/11 en í Fahrenhype 9/11.
Þar hjálpar mjög mikið að ég þekki leikreglurnar hjá báðum hliðum og ég þekki málin sem verið er að ræða um, svona fyrir utan það að ég er kvikmyndagerðarmaður og sé því betur en margir þegar verið er að ljúga að mér með myndum eða klippingu.
Fahrenhype sýndi ekki Michael Moore í ‘réttu ljósi’, hún sýndi hann í því ljósi sem hægri öflin í BNA vilja að þú sjáir hann. Það kallast ‘propaganda’. Fahrenheit 9/11 sýnir Bush og félaga í því ljósi sem Michael Moore vill að við sjáum þá, en því miður lítur út fyrir að það ljós sé það rétt, ef marka má öll önnur gögn sem ég hef augum litið.