,,Þá myndirðu flytja inn vörur frá siðmenningunni og verður að borga part af henni.´´
Maður flytur inn vörur frá þeim einstaklingum eða fyrirtækjum sem byggja siðmenninguna, ekki frá ríkinu, samt sem áður greiðir maður skatt af því. Gefum okkur að ég væri ekki sá eini sem hefði kosið að drekka eigið hland og flytja upp á hálendið heldur værum við heilt samfélag sem vildum lifa frjáls. Gefum okkur nú að við eigum viðskipti innbyrðis þá þyrftum við samt sem áður að borga virðisaukaskatt af þeim viðskiptum. Fyrir utan það að ég þyrfti að greiða tekjuskatt af tekjum mínum, hvort sem þær væru tilkomnar vegna “siðmenningarinnar” eða ekki.
,,Litla gula hænan fjallar um að maður fái ekki bita af brauðinu nema maður leggi sitt af mörkum.´´
Nákvæmlega. Hins vegar snýst hún líka um val. Að maður hafi val til að neyta brauðinu, neyta að borga fyrir ríkisrekna spítala og skóla svo eitthvað sé nefnt. Þetta á ekki við hér.
,,Að þú fáir að njóta tækniframfara, bygginga, siðmenningar og þjónustu samfélagsins er eitthvað sem þú verður að borga fyrir. Ekkert er ókeypis, sorrí.´´
Tækniframfarir verða til vegna einstaklinga, ekki ríkisins. Einstaklingar sjá um húsbyggingar ekki ríkið. Hvur djöfullinn er “siðmenning”? Þjónustu samfélagsins? Frjálshyggjumenn vita það manna best að ekkert er ókeypis, algjör óþarfi að segja mér það. Hins vegar þykir okkur réttast að allir séu frjálsir til að neita þeim gæðum sem í boði eru.
,,Ef ég sé mann útá götu í flottum frakka, hvað kemur í veg fyrir að ég drepi hann? Lög siðmenningarinnar.´´
Jamm, var ég einhvern tímann á móti náttúrulögum? Sjálfseignarréttur felur í sér rétt til lífs, hæfileika og tíma og er grundvöllur frjálshyggju. Ég hef aldrei sagt í samræðum þessum að mér þætti í lagi að drepa fólk vegna þess að það sé í flottum frakka. Hvaðan kemur þessi setning?
,,Þér er vissulega frjálst að fara útá land og reyna að rækta þinn eigin mat og eiga þitt búfé og eigna þér land.´´
Já ég get fjárfest í landi ( með vandkvæðum þó, sveitarfélög eiga oftast forkaupsrétt auk þess sem óheimilt er að nota land sem áður var notað til landbúnaðar í eitthvað annað athæfi) en ég er samt ekki frjáls frá sköttum og öðrum pligtum.
,,Ef þér tekst að lifa af áttu samt eftir að kljást við Íslenska Lýðveldið, sem er stærsti ættbálkur mennskra einstaklinga á þessu landi.´´
Hver segir að það verði átök?
,,Ef þú lætur þá í friði og þeir tapa engu á því er það í lagi en þar sem ættbálkurinn tekur bestu bita landssvæðisins myndir þú eiga í erfiðleikum með að verja þitt landsvæði.´´
Ef þessi íslenski “ættbálkur” sem þú kallar svo myndi virða eigin lög og reglur væri ég látin í friði á landinu mínu og þar af leiðandi þyrfti ég ekki að verja það.
,,Þar sem þú ert ekki lengur partur af siðmenningunni, borgar ekki þinn part af henni,´´
Hver segir að ég geti ekki gert þjónustu samninga við íslenska ríkið, keypt þjónustu slökkviliðs, sjúkrahúsa og skóla eftir þörfum. Ég myndi borga fyrir þá hluti sem ég þarf.
,,Að segja skilið við lögmál siðmenningarinnar (þú vinnur ekki öðrum mein og þú tekur þátt) og hætta að taka þátt í henni þýðir að kasta frá sér því sem mennirnir hafa byggt upp á þúsundum ára. Borgar það sig?´´
Þú ert á ótrúlegum villigötum. Ef skattheimta væri minnkuð gríðarlega og grunnstoðir ríkisins skyldar eftir ( dómsvald, löggæsla og landvarnir) þýðir það ekki að mennirnir myndu hætta að vinna saman. Mennirnir vinna hvergi betur saman en á hinum frjálsa markaði með hjálp ósýnilegu handarinnar. Samfélög geta verið skipuleg þó þau séu ekki skipulögð.