Frelsið á að vera í höndum þeirra sem reka viðkomandi fyrirtæki. Ef vinsælt væri að opna skemmtistað þar sem reykingar eru bannað væri ekkert því til fyrirstöðu. Við höfum mörg dæmi um að kaffihús hafi tekið upp á að gera svipaða hluti. Mokka selur ekki áfengi, ég veit ekki betur en þar sé alltaf nóg að gera. Súfistinn selur hvorki áfengi né leyfir reykingar og ég hef aldrei komið þangað og hef mætt á öllum tímum dags á misjöfnum tíma vikunnar og þar hafa í flestum tilvikum öll borð verið full. Hér eru við strax komin með tvö góð dæmi um fyrirtæki sem hafa sérstöðu og hafa kosið að selja annað hvort ekki áfengi eða leyfa ekki reykingar og það algjörlega óháð ríkisafskiptum. Ef áhugi fólks er fyrir að stunda skemmtistaði sem reykingar eru ekki leyfilegar er ekkert því til fyrirstöðu að opna slíkan stað en til þess þarf engin ríkisafskipti, afskipti sem brjóta einnig á rétti reykingamanna sem vissulega eiga hafa sín réttindi líka.
Hvað finndist þér um ef ég myndi bara taka upp hasspípu og byrja að reykja framan í barnið þitt(ef þú átt eitt)? Ef þú yrðir reið/ur ætti ég þá bara segja þér að pakka saman og drulla þér út?
Semsagt allir sem reykja ekki og vilja ekki óbeinar reykingar, eiga bara ekkert að fara útúr sínu eigin hús?
Fyrst af öllu ert þú húsráðandi í þínu eigin húsi, því er það í þínum höndum að reka viðkomandi einstakling út ef þú telur hassreykingar hans ógna heilsu barns þíns. Þ.a.l bannar þú sjálfur reykingar í þínum eigin húsum en ekki ríkið. Það er enginn munur á húsinu þínu og húsnæði þeirra sem reka veitingastaði, kaffihús eða skemmtistaði. Svo á móti kemur getum við sett upp annað dæmi.
Þú mætir með barnið þitt í heimsókn og skyndilega tekur fólk upp sígarettur og byrjar að reykja, óhóflega mikið, þá stendur þú frammi fyrir þeirri ákvörðun að velja hvort þú viljir fá þér köku og mjólkurglas eða hugsa um heilsu þína og barnsins þíns og yfirgefa svæðið. Það stendur í þínu valdi að hugsa um eigin hag og barna þinna. Það á ekki að að vera í höndum einhverra annara að ákveða hvað þú teljir fyrir bestu fyrir sjálfan þig.
Segjum að lög um bann reykinga í flugvélum og langferðabifreiðum væri afnumið.
Hvað ef öll flugvél á Íslandi (bæði) mundu leyfa reykingar í flugvélum. Á þá fólk sem reykir ekki að hætta að fljúga?
Nú stunda ég hreyfingu í World Class við Laugar. Í búningsklefanum þar hefur verið komið upp miða sem á stendur að í skoðannakönnun sem þeir hafi lagt fyrir viðskiptavini sína standi að þeir séu almennt á móti því að og hefur því World Class bannað rakstur í búningsklefanum. Munurinn á flugvélögum og langferðarbifreiðum og World Class er enginn þetta eru allt fyrirtæki sem rekið er af hluthöfum þess og því fara þeir ekki að taka upp á hlutum sem fara þvert á hagsmuni þeirra. Meiri hluti fólks kýs að reykja ekki flugvélum og einnig í langferðarbifreiðum svo einfalt mál er það, auðvita er hægt að fara út í einhvern útúdúr með jaðardæmum en ég kýs að líta frekar á staðreyndir málsins.
maður er að fara út að borða og það er reykt yfir matinn manns, ekki er ég að prumpa yfir matinn hjá þeim…
Á mörgum veitingastöðum eru reyklaus svæði og þar geta þeir einstaklingar sem ekki þola reykingar setið. Ef vaninn væri sá að fólk mundi prumpa yfir mat annarra þá er ég ekki frá því að Prumplaus svæði væru einnig á veitingastöðum. Hinsvegar er það í höndum eigenda staðarins að ákveða hvort hann vilji hafa Reyklausan eða Prumpulausan stað það á ekki að vera í höndum ríkissins.
Ég væri hlynntur banni sem gerði lögvaldinu fært að lögsækja fólk sem reykti mikið ofan í börnin sín þar sem þau hafa ekkert val og þetta er neytt ofaní þau.
Í réttindum barna hvort sem það er frá Umboðsmanni barna eða Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna eru þar ákvæði um að bæði foreldrar séu ábyrgir fyrir börnum sínum þar til þau hafa náð 18 ára aldri og að foreldrar eiga að hafa samráð við barn sitt áður en þeir taka ákvarðanir um mál, sem það varða. Því þetta mál varðar heilsu þeirra. Þetta var gripið í fljótu bragði af heimasíðu Umboðsmann barna og þar er því hægt að finna þessi lög.