Í BNA voru nýlega samþykkt lög sem banna fólki að vera í buxum það langt niðri að sjáist í nærbuxur. Þetta gerðist í Virginíu fylki.
Þetta er fyndið dæmi um hreinar öfgar. En spurninginn er hvort ekki séu öll lög um föt öfgar. Klárlega þá eru þetta ekki mjög hægri-vinstri sinnað málefni, þrátt fyrir að ég hafi vægan grun um að Repúblikanar hafi verið að verki í Virginíu.
En engu að síður þá mátt þú ekki í dag, klæðast hverju sem þú vilt. Þú gætir vel verið stöðvaður af lögreglu ef þú gengir um á Laugarvegi þennan Fimmtudag, klæddur eins og leðurhommi. (Ekki það að hommar séu þeir einu sem klæðist miklu leðri eða latexi, ég skrifa þetta bara af því að þetta gefur manni vissa hugmynd um hvað ég á við).
Svo eru líka alþingismenn sjálfir búnir að finna fyrir sinni eigin lagasetningu. Þeir mega ekki bretta upp á skyrtuermarnar eða losa um bindishnúta. Öfgar leynast víðar en í BNA…