Reyndar, for the record, skilst mér að Bubbi fari í skóla og blaðri eitthvað. Ég þori ekki að fullyrða það, en ég heyrði einhvern tala um það um daginn, a.m.k..
Ég hef eimitt heyrt að forvarnarstarfsmenn geti ómögulega unnið saman, að þeir séu allir of uppteknir af sjálfum sér.
Nú hef ég litla skoðun á því hvort Bubbi geri meira slæmt eða gott, en eitt er á hreinu; TAKTU NIÐUR KRAGANN, ANDSKOTINN HAFI ÞAÐ! Hvað er málið? Hann er einmitt að berjast við það að vera töff á þessum auglýsingum. Og já, ég hef litla trú á því að Esso sé að þessu aðallega sem góðgerðarstarfsemi. Auðvitað snýst þetta um peninga. Auðvitað.
Það sem ég tel vera bestu forvörnina, er að vera ekki stanslaust í þessu stríði með því að reyna að vera töff og að gera þetta að einhverju showi, eins og mér finnst Bubbi og Esso vera að gera.
Það sem ég tel vera bestu forvörnina, er að segja bara blákaldan sannleikann. Menn eru svolítið smeykir við það, af ótta við að krakkar nái þessu ekki, en ég tel þá vera hrædda við það vegna þess að krakkar gætu oftúlkað það sem er jákvætt við dópneyslu, og það sem er neikvætt. Sannleikurinn er sá að það *eru* tvær hliðar á málinu. Það er ekki bara “DÓP ER ÆÐI” eða “DÓP ER HRÆÐILEGT” vegna þess að krakkar sem prófa þetta *munu* upplifa hvort tveggja.
Þá sérstaklega eru menn hræddir við að tala um góðu hlutina varðandi áfengi og kannabis, sem eru notlega langalgengustu vímuefnin hérlendis. En sko… ef þið fræðist virkilega mikið um öll fíkniefni, þá mun ykkur virkilega ekki langa til að prófa neitt, nema áfengi og líklega kannabis, enda hvort tveggja ekki sambærilegt við græjur eins og E, amfetamín, heróín og kókaín.
En ef þið viljið ekki að krakkar verði sér að voða, þarf að byrja á því að öðlast traust krakkanna, og það sýnist mér ekki Bubbi og Esso vera að gera, þó ég þori ekki að segja að þeir séu að gera meira slæmt heldur en gott.
Og ef þið viljið ekki að krakkar verði sér að voða, segið þeim satt. Sannleikann, beint í æð. Það er af mjög góðri ástæðu sem dóp er hrábjóður, og það er engin lygi, svo að rökrétt er auðvitað að sannleikurinn, þegar rétt er miðlað, sé besta forvörnin.
Og ef þið viljið ekki að krakkar verði sér að voða, BUBBI, TAKTU NIÐUR FOKKING KRAGANN, OG SLAPPAÐU AF Í ANDLITINU! Það er eins og hann hafi verið frystur í 20 ár, ekki áttað sig á því að á 20 árum þróast tískan, og að hann lítur út eins og hann sé nývaknaður upp frá steinöld.
Svo harður. Svo mikill nagli. Jæja, best að fara og fá sér nokkrar ellur í kvöldmat. Bæbæ.