Fólk er alltaf að níðast á góðum stjórnmálamönnum eins og t.d. Bush. Hann berst fyrir málfrelsi og lýðræði út um allan heim og hvernig launum við honum?
Jú, inn á Deiglunni er einhver búinn að birta mynd af honum bleikum.
Ég ber virðingu fyrir Bush. Hann hefur hugrekki og stálvilja. Þetta er maður eins og ég vil sjá í forystu. Eins og Davíð, þá efast hann aldrei um sjálfan sig.
En sagan bakvið Bush er margslungin, hann útskrifaðist út úr Yale með glæsibrag (sem sýnir BTW að hann er ekki vitlaus), en lenti síðan í svolitlu rugli.
En þetta rugl hefur verið honum mikil lexía, Bush er maður sem hefur verið heimtur úr helju og kom tilbaka með markmið.
Þess vegna dáist ég að honum. Hann hefði getað sleppt stríðinu í Írak og verið en vinsælli, eftir herförina til Afganistan. Þess í stað gerði hann hið þveröfuga, hann fór í óvinsælt stríð fyrir betri heim.
Stríð sem er nú að skila árángri.
Og við ættum að vera þakklát fyrir það.