Ég hef verið að taka eftir mörgu sem stefnir að því að skólarnir verði einkavæddir og hef eins og margir aðrir áhyggjur af því.
Ég tel að einkavæðing leiðir til stéttaskiptingar og stuðli að allt öðru en jafnrétti til náms. Ég skil ekki afhverju ríkið geti ekki tekið sig til og séð sóma sinn í því að halda uppi góðum og vel tæknivæddum skólum, því eru námsmenn ekki framtíð þjóðarinnar og í endan er þetta hagnaður fyrir ríkið. En að láta þetta fara að snúast um peninga og hversu mikið neminn eða foreldrar hans meti menntun upp á mikla peninga og hvað með þá sem ekki hafa efni á bestu menntunninni. Er ekki betra og meiri hagnaður þjóðarinnar að hafa vel menntað fólki í sem flestum störfum er ekki betra að hlutirnir snúist um hæfni einstaklings en ekki hversu ríka foreldra hann á? Og að þetta fari að vera eins og í USA að ríkisskólarnir verði með þreytta pirraða og undirborgaða kennara sem leggja ekkert í námið og tölvubúnað sem eitthvað fyrirtæki var að kasta á haugana, og skólaskýrteinið hjálpaði ekkert til að fá vinnu eða komast í háskóla!
Ég innilega vona að þessi stefna nái ekki völdum að landsmenn og sérstaklega nemar taki sig til og mótmæli því við erum öll jöfn og eigum jafnan rétt á menntun.
Eða…! Hvað finns ykkur?