Í heimi þessum eru mörg vandamál, en það vill svo til að lausnir gegn öllum vandamálum má finna í því að banna fólki að hafa vandamál. Ef fólk myndi nú bara taka sig til inn á milli og hugsa um málin eins og ég og vinir mínir í forræðishyggju klúbbnum. Ég er nú reyndar ekki bara meðlimur í honum heldur er ég líka í hinum hægrisinnaða vantraustsklúbbi sem telur að vinstri menn og útlendingar séu vont fólk sem sé bara á höttunum eftir peningunum þeirra.
Nú við í forræðishyggjuklúbbnum höfum komið með lausn á fátækt í heiminum. Með því að setja á 100% skatta fyrir alla í heiminum þá getum við tekið peninganna af fólki sem er ríkt og vont og dreift því til þeirra sem minna mega sín. Sem sagt ríkið sér um að deila peningunum jafnt á alla, svona vasapeningar eins og við fengum öll þegar við vorum lítil.
Svo bönnum við auglýsingar því að þær geta haft skemmandi áhrif á heilann okkar. Við viljum líka banna nekt því hún er móðgandi gagnvart kvenfólki.
En við í vantraustsklúbbnum sem treystum ekki útlendingum sérstaklega ekki þessum lituðu sem lykta illa höfum líka lausnir á öllum stríðum. Nú til þess að hindra að stríð brjótist út í framtíðinni þá ráðumst við bara inn í hvert það ríki sem framleiðir vopn. Nú að sjálfsögðu ekki ef hvítt fólk býr í landinu því það kann að fara með eyðileggingarvopn og við vitum öll að pólitíkusum í lýðræðisríkjum er treystandi fyrir vopnum sem geta tortímt okkur öllum.
Nei við ráðumst inn í lítil lönd, hertökum þá og setjum á friðsæla stjórn sem má ekki framleiða vopn.
Við setjum lög sem meina fólki að flytja á milli landa (nema þau séu hvít að sjálfsögðu og innan við Schengen svæðið), og til þess að enginn smuga sé á kerfinu okkar, þá gerum við erfitt fyrir útlendinga að giftast Íslendingum. Gifting er vandmeðfarið verkfæri sem best er að ríkið fylgist grannt með. Fólk getur auðveldlega misnotað giftingar, sérstaklega ungt fólk en eins og við vitum öll þá geta giftingar fyrst tekið alvarlegt gildi ef einstaklingarnir sem giftast eru orðnir 24 ára.
Þarna sjáiði, til þess að hindra stríð þurfum við bara að gera innrás inn í óvinaþjóðir sem gætu gert árás á okkur. Svo setjum við góða stjórn á í landinu.
Þetta reyndist mjög vel t.d. í Þýskalandi. Bretar, Frakkar, Ítalir og BNA menn (þá tiltölulega nýjir í svona hlutum), sigruðu Þýskaland í stríði. Svo sektuðu löndin Þýskaland fyrir stríðið og bönnuðu þeim að búa til vopn. Síðan var bara komin á lýðræðisstjórn, og ég veit ekki betur en að í dag sé Þýskaland mjög þakklátt fyrir vikið.
Við í vantraustsklúbbi hægri sinna tilkynnum að á næsta ári þá munum við reyna að koma í gegn frumvarpi sem skerðir frelsi og veitir lögreglunni auknar heimildir til þess að taka frelsi. Af því annars eigum við á hættu að missa frelsið í hendur ljótu útlendinganna. (Þið munið þessir lituðu sem lykta illa).
Já þarna sjáiði engin ástæða til að vera svartsýn á framtíðina svo lengi sem við notum aðferðir sem reynst hafa vel í fortíðinni. Lengi lifi forræðishyggjan, sem á næsta ári eftir að hafa útrýmt tóbaki, fíkniefnum, áfengi og sjónvarpsglápi almennings mun banna límtúpur. (Af því nú eru unglingar farnir að sniffa lím). Já Gleðileg Jól gott fólk og farsælt komandi ár.