Ég var að pæla í einu… Ég bara skil ekki fólk sem finnst kommúnismi góður eða heldur að hann virki. Það er bara þannig að þessa pólitíska hugsun hefur sýnt sig í gegnum mannkynssöguna að hún bara virkar ekki. Besta dæmið er í rauninni bara þegar Sovíet-ríkin hrundu þá sá fólk loksins hversu mikið efnahagurinn var gjörsamlega í rúst hjá þeim. Gömlu kommúnistaríkin sem voru undir Sovíet-ríkjunum eru jafnvel enn þann dag í dag að jafna sig eftir kommúninsmann vegna þess hversu illa efnhagslega sett. Þetta er samt alveg falleg hugsun, að allir séu jafnir og enginn er æðri en annar en þetta lendir alltaf í einhverri harðstjórn þar sem meira að segja tjáningarfrelsi er bannað. Bara ef þú gagnrýnir stjórnvöld þá ertu tekinn bak við hús og skotinn! Ég er viss um að enginn vill lifa við þannig aðstæður sem því miður nokkuð margir gera.
Svo er það líka þetta með að allir eru jafnir, er að ef það er þannig þá kemstu aldrei hærra t.d. í atvinnulífinu því allir eru með jafn há laun. Til hvers eiginlega að leggja sig fram í vinnunni þegar maður fær ekkert hærri laun og er bara með jafn há laun og allir hinir. Ef þú ert t.d. að vinna á skrifstofu og þú ert með og verður alltaf með jafn há laun og gaurinn sem er að þrífa klósettin. Ég spyr þá bara aftur til hvers að leggja sig fram í vinnunni ef maður kemst ekkert hærra og fær svo engan meiri pening og eiginlega allt fer í ríkið.
Eins og ég segi mér finnst bara skrítið þegar fólk segijist styðja þessa blessuðu stjórnmálastefnu því það er bara ekkert hugsað um frelsi einstaklingsins í henni. Þetta er kannski falleg hugsun um jafnrétti og allt það en hún bara einfaldlega virkar ekki, hefur aldrei virkað og mun aldrei virka.