Ísland er kannski ekki stórt land ef miðað er við umheiminn. Íslendingar eru hins vegar fáir og njóta þeirra forréttinda að geta spókað sig á afar stórum svæðum án þess að nokkur grípi inní nema kannski einn og einn fugl á flugi. Við erum að koma úr löngu og erfiðu landbúnaðarharki þar sem allir stóðu sem einn í þvi að reyna að komast á æðra menningarstig þar sem einstaklingurinnn fær tækifæri til þess að velja stórt.
Þetta tókst okkur með ágætum en gættum kannski ekki að þvi fremur en aðrir að líkt og hjá börnum þá ásælast flestir sömu hlutina , á sama tíma. Til þess að geta komið höndum um hlut sem margir girnast þá verður maður fyrst og síðast að nálgast hann. Á okkar tímum er þessi hlutur fjármagn. Á fyrri tímum var þessi hlutur frekar staðir og hyggilegir nytjastaðir.
Hvaða staður er hyggilegur nytjastaður fyrir þjóð sem ásælist fjármagn? Svarið er Reykjavík eins og komið er fyrir okkur núna. Þjóðin leytar og leytar undir hverjum koppi af gullpeningi í Reykjavík.
Fólk hefur löngu misst sjónar á þvi hvaðan krónan er sprottinn. Kemur hún af erlendum gróða, eða er eitthvað að verða til í höndunum á okkur. Þessi þróun verður aldrei stöðvuð. Allir sem vita af auðfengnu fjármagni reyna við leytina en þeir eru hins vegar færri sem fá hugmyndirnar af stórum hlutum.
Þetta er svona líka á sviði lista eða róttækra hugmynda. Það eru alltaf færri sem fá hugmyndirnar sem hinir geta síðan ræktað með þeim.
Þar sem við hins vegar njótum öll góðs af slíkum hugmyndum, sem búa til þetta fjármagn sem rúllar um veröldina, þá ættum við öll að fagna stórum hugmyndum og fjárfesta saman í þeim. Hættum að fjárfesta um of í að setja bætur á lélegar buxur fáum okkur frekar nýjar.Borgin eyðir miklu í sjálfa sig þvi umfram þarfir hennar verða alltaf miklar. Öll samfélög hafa umfram þarfir.
Nú er svo komið að landsbyggðin er að verða uppiskroppa með hugmyndir sem geta fleytt samfélögum áfram svo vel sé. Samfélögin eru að gliðna og fólkið flytur hingað að þessu fljotandi fjármagni. Sumir sáttir aðrir líkt og eyðilagðir menn.
Þessi staðreynd er að drukkna í potpólitík þar sem að kosnir fulltrúar okkar flykkjast einnig í kringum flokksniðurstöðuna, sem virðist liggja að storum hluta í Reykjavík.
Hvernig væri að stofna til samkeppni á vegum landsmanna , ríkis og stórra fyrirtækja í einkaeigu. Bjóða fólki risaverðlaun fyrir það að fá fallegar og arðbærar hugmyndir sem geta umbylt sveitarfélögum. Eingreiðsla til þeirra sem geta komið upp með bestu hugmyndirnar um hvernig megi halda landinu í byggð.
Það er auðvelt að segja við mann eins og mig. Langar þig út í sveit, afhverju ferðu bara ekki?
Viljum við ekki geta farið öll út í sveit ef okkur sýnist. Þarf okkar sveit endilega að vera eitthvað sem þú sást svo lítið af af þvi að þú varðst að vera í Reykjavík þar sem fjármagnið var, hafðir hreinlega ekki efni á þvi að stoppa þar sem þú hefðir kannski viljað lifa sökum þess að þú þurftir að gera svo margt við peningana að sunnan.
Búum til fullt af suðri þannig að við þurfum ekki að staðstetja miðjuna á einum stað. Miðja er bara viðmiðunarfyrirbæri. Við ættum öll að þrá að nota það pláss sem okkur er af einhverjum óskiljanlegum ástæðum gefið.
Ef að landsbyggðin nær að byggja upp blómleg nútímasamfélög þar sem umframþarfirnar geta byrjað að blomstra sökum fólksfjölda þá ættum við að fagna þvi. Færum umframþarfirnar með okkur að einhverri alvöru við gerum hvort sem er kröfu um hitt og þetta þegar við erum í útilegunni á “Húsavík”eða að skoða þennan skrytna stað “Flateyri”. Eigilsstaðir svoldið einsog kúrekabær í kanadískri samtímamynd.
Hættum að gera landið okkar svona erfitt yfirferðar og setjumst að á þvi fyrir alvöru. Við þurfum lika að búa okkur undir það´að þurfa að taka á moti gestum þvi okkur ber skylda til þess ef við ætlum að deyja sátt auk þess höfum við nóg pláss.
Verðlaunum þá sem hafa góðar hugmyndir, þeir munu verðlauna okkur til baka það er algert lögmál sem ekki hefur hingað til verið rofið.