Nú virðist stormur í aðsigi í suður ameríku. Bandaríkjamenn hafa í áraraðir eytt miklu féi í styrkja her kólumbíumanna til að berjast gegn kókaínbarónum og styrkja varnir sínar.

Margir halda því fram að miðað við viðbúnað kólumbíumanna á landamærum sínum við Venesúela að stríð sé í aðsigi. Ljóst er að kalt loft er á milli Venesúela og BNA. Hugo Chaves forseti Venesúela er mjög umdeilanlegur og stefna hans virðist mér hvorki skynsamleg né réttlát. En það er upp til fólksins í Venesúela að ákveða ekki stjórnar BNA eða Kólumbíu.

Afskipti annara ríkisstjórna af stjórnarháttum annara ríkja endar aldrei vel. Afskipti BNA í Víetnam, Chile og á fleiri stöðum er ekki fögur fordæmi. Ef BNA hefðu t.d. ekki sett viðskiptabann á Kúbu þá væri Kastró eflaust ekki ennþá við völd.

Það hefur sýnt sig að einræðisherrar endast sjaldan lengi á stóli meðan samskipti og verslun við aðrar þjóðir eiga sér stað.

Það var ekki vopnakapphlaup BNA við sovétmenn sem frelsuðu Pólland og hin austantjaldslöndin undan fasisma. Það voru Pólverjar sjálfir sem losuðu sig við sína eigin stjórn. (Eða sovétstjórnina, hvernig sem við lítum á það). Við ættum að treysta öðrum þjóðum betur fyrir því að losa sig sjálfar við sína eigin einræðisherra.