Nei, nú er mér allri lokið. Össur, hinn frábæri, æðislegi, yndislegi formaður Samfylkingarinnar hefur nú sagt að hann vilji lækka skatta á fyrirtæki, og helst einstaklinga líka. Þessu lýsti hann yfir í fréttunum og auðvitað datt fréttamanninum ekki í hug að spyrja afhverju honum hefði snúist svona ofboðslega hugur.

Össur hefur síðustu árin lítið annað gert en gagnrýna ríkisstjórnina fyrir að lækka skatta, sérstaklega vegna þenslunnar o.s.frv. Hann hefur ekki mátt heyra á það minnst.

Fyrir rúmu ári síðan las ég nú “stefnu”plagg eitthvað frá Samfylkingunni og þar stóð skýrt og greinilega hækka skatta.

Hvað er að ske með íslenska fjölmiðla. Ef þetta er nú ekki eitt skýrasta dæmið um LÉLEGA fréttamennsku þá veit ég ekki hvað.

En Össur hættir kannski bara að gagnrýna ríkisstjórnina næst þegar hún segist vilja lækka skatta. Þá verður nú gaman að vera til, lækkaðir skattar á fyrirtæki, lækkaðir skatta á einstaklinga. Össur er kannski orðinn sammála því að afnema eignaskatta líka. hmm…nei, varla.