Nú er ég hvorki hægrimaður né vinstrimaður samkvæmt skilgreiningunni.
Ég var mjög á móti því að lækka skattana í góðærinu, enda er það common sense í hagfræði að það á ekki að gera í góðæri. Þá á að hækka vexti og hækka skatta, sérstaklega þegar þú ert að díla við þjóð eins og Íslendinga, sem sparar aldrei eina einustu krónu heldur kaupir fyrir allan sinn pening.
Við erum þegar farin að lenda í verðbólgunni, og hagsveiflan bendir niður á við. Undir þeim kringumstæðum kýs ég að lækka skatta, tvímælalaust. Ég ætla ekki að fara út í fasteigna- og virðisaukaskattinn (sem ég er almennt hlynntur því að fella niður), heldur tekjuskattinn, sem mér skilst að sé núna í kringum 38-39%. Hann hefði átt að vera hærri í góðærinu sjálfu, sem Sjálfsæðismenn svo gjarnan gortuðu yfir en voru greinilega ekkert að spá í hvað myndi gerast EFTIRÁ, þegar hver einasta fjöldskylda á Íslandi var búin að kaupa sér 17 Nokia síma og 8 jeppa. Þetta hefur einkennt Sjálfstæðisflokkinn frá upphafi, en þess má geta að Sjálfstæðisflokkurinn gefur sig út fyrir að hafa meira peningavit en aðrir flokkar, sem ég tel tóma þvælu. Ég tel engan stjórnmálaflokk á Íslandi hafa nógu mikið vit á peningamálum.
Það er alltof algengt að menn ákveði að vera hægri eða vinstri, og fylgja því þeim trúarbrögðum alveg út í ystu æsar. Það sem Össur er að sýna með þessu er sveigjanleika og það að hann vilji haga hagkerfinu okkar eins og er best að gera hverju sinni, MEÐ TILLITI TIL ÞRÓUNAR HAGKERFISINS, sem er annað en við getum sagt um flesta okkar stjórnamálamenn.
En annars yrði ég að vera sammála því að almennt er Össur svoddan fjandans vindbelgur og er meira í því að bitcha yfir öðrum í staðinn fyrir því að koma með raunverulegar lausnir sjálfur. Einnig er pirrandi þetta króníska glott hans grín hans að öðrum mönnum í spjallþáttum og fréttum, í stað þess sem hann ætti að vera að gera, sem er að koma með lausnir á hinum fjölmörgu vandamálum sem Ísland á við að glíma.
Og þá skal að því loknu tekið fram að ég skila auðu í kosningum og mun hvorki kjósa Samfylkinguna né Sjálfstæðisflokkinn. Ég mun skila auðu þar til flokkakerfið fellur (sem ég býst ekki við að verði nokkurn tíma).