Jæja gott fólk nú um áramótin hækka leiksólagjöld um 8% skv. því sem Björn Bjarnason skrifar inná bjorn.is .
8% hækkun er kannski ekki svo mikið en þar sem það á víst að hætta að veita námsmönnum niðurgreiðslu (afslátt) af þessari þjónustu borgarinnar jafnast það á við 25% hækkun fyrir okkur námsmenn.
Að spara er náttúrulega af hinu góða og auðvitað ætlumst við öll til að stjórnvöld hugsi sig tvisvar um í hvað þau eyða peningunum okkar, við viljum að þau hugsi fyrir hverri krónu.
Sú hugsunarvilla er samt algeng hjá stjórnmálamönnum að þeir spari okkar peninga með því að láta okkur borga meira fyrir þjónustu borgarinnar/ríkisins. Þannig á þetta ekki að ganga borgin og ríkið sjálft er rekið til að tryggja og standa undir hagsmunum og skuldbindingum fólksins í landinu og tryggja að allir hafi efni á nauðsynlegustu heilsugæslu, þjónustu, viðhaldi vega og fasteigna sem eru í eigu þjóðarinnar.
Það kallar fram bros að þessir kjörnu leiðstogar telji það þjóna hagsmunum landsmanna að sólunda peningum í allskonar mannvirki og veraldlega muni á kostnað heilsugæslu og menntunar.
Vellíðan og menntun, að líða vel og vita afhverju, vita hvaða möguleika maður á og að kunna sitt fag, að geta lært meira en ekki eyða lífinu eins og maur í maurabúi, fara út á daginn og erfiða fyrir lifibrauði fjölskyldunar fram á kvöld, koma heim og fara að sofa.
Persónulega finnst mér að þegar stjórnvöld reyna að spara peningaþá byrja þau á vitlausum stað. Þau byrja á heilsugæslunni og menntakerfinu. Þessi kerfi eru undirstaða heilsu landsmanna og getu þeirra til að starfa, getu þeirra til að læra og verða eitthvað meira.
Það vilja ALLIR halda í heilsuna og það vilja ALLIR verða eitthvað meira en þeir eru í dag.
Lífið snýst um að ná árangri fyrir okkur sjálf, við keppumst við að gera betur í dag en í gær.
Möguleikar okkar til að sjá börnin okkar skara framúr okkur sjálfum fara minnkandi, það er að segja ef við sjáum þau vaxa ú grasi.
Mér finnst það fáránlegt að heilsa fjölskyldunar minnar og þinnar og menntun barnana okkar sé minna virði í augum stjórnvalda en einhver mannvirki og veraldlegir hlutir.
Að vellíðan okkar fjárhagslega og líkamlega sé tekin af okkur með hærri leikskólagjöldum og fjársvelti heilsugæslunar ásamt ýmsum öðrum skattlagningum. Við erum alltaf að borga meira og fá minna. Ætli það séu öll þessi milljarð króna sendiráð sem við “Heimsveldið Ísland” þurfum að eiga út um allan heim eða ætli það sé fégræðgi stjórnmálamanna ásamt þörf þeirra til að ráða vini og ættingja í vinnu hjá ríkinu.
Þar sem ég er í námi er tíðrætt hvernig ástandið er, það sjá allir græna grasið t.d. í Danmörku, USA eða Kanada.
Vonandi eruð þið tilbúin að setja heilsu ykkar og menntun í fyrsta sæti…
Kjósið Rapport 2006