Menntakerfið er lika hryllilegt þar þvi að rikið vill ekki gefa rikisreknu skolunum neina peninga vegna tröllatruar a einkarekstri.
Þetta er nú ekki alveg rétt. Skólakerfið í Bandaríkjunum er á hendi ríkjanna sjálfra en ekki alríkisins (og oft eru það reyndar sveitarfélögin sem sjá um skólana).
Það er því frekar misvísandi að segja að skólakerfið sé í rúst í BNA því skólakerfið þar er einfaldlega svo margbreytilegt. Í millistéttar- og ríkra manna hverfum eru skólarnir oft mjög góðir því nægir peningar eru fyrir hendi á meðan fátæk hverfi hafa oft mjög slæma skóla.
Það væri löngu buið að finna lausn a alnæmi ef að bna (bandarikjunum), sem er frjalshyggjuriki, myndi reyna það, en onei, það borgar sig ekki vegna þess að afrikuriki eiga enga peninga. Öðrum kapitalistalöndum sb. evropu, er lika sama um afriku.
Þér er auðvitað velkomið að gefa þína eigin peninga í rannsóknir á eyðni. Ef þú ert ekki tilbúinn að gera það, afhverju ættu aðrir að gera það?
Í fullri alvöru, að þá er afskaplega erfitt að finna upp bóluefni gegn eyðni og það er ekki svo að hægt sé að leysa vandamálið með því einfaldlega að kasta peningum í það. Ef svo væri, væri löngu búið að finna upp lækningu við krabbameini.
Annars væri hægt að laga eyðni-vandann í Afríku að miklu leyti með einföldum hætti; fá fólk til að viðurkenna vandann (forseti Afríku neitar t.d. enn að alnæmi sé af völdum eyðni veirunnar) og til að nota smokkinn.
Sum lönd hafa brugðist við alnæmis vandanum og þannig náð að halda honum niðri. Tek sem dæmi Taíland, Úganda og Senegal. Í Senegal reyndu stjórnvöld snemma að stemmu stigu við vandanum og árangurinn lætur ekki á sér standa; tíðni alnæmis þar er undir 2% miðað við tugi prósentna í nágrannalöndunum!
Heilbrigðiskerfið i bna er verra en a kubu, sem a að vera alveg hryllilegt land. fatækar fjölskyldur i bna eiga ekki efni a heilbrigðiskerfinu og verða að standa utan þess.
Þetta er nú ekki rétt. Heilbrigðiskerfið í BNA er alveg ágætt en vandamálið er að cirka 1/7 fólks er án sjúkratrygginga og er fyrir ofan fátæktarmörkum og getur því ekki fengið ókeypis heilbrigðisþjónustu.
“Ef tvö hagkerfi eru jöfn, tekjur jafn háar og annað tekur upp frjálsræðisskipulag en hitt miðstýrt skipulag, má til dæmis hugsa sér að frjálsa hagkerfið vaxi um 5% miðað við hitt á hverju ári. Eftir 50 ár eru tekjur í frjálsa hagkerfinu orðnar yfir ellefu sinnum meiri en í hinu ófrjálsa”
Hvernig geta þeir komið með svona staðreyndir!!!
Þeir taka ekki tillit til verðbolgu sem er eitt helsta vandamal islendinga, laun hækka en verðbolgan etur þa bara upp. Siðan vita þeir ekkert hvort að hagkerfið vaxi um 5%.
Vá, þvílíkir útúrsnúningar eru þetta hjá þér. Það er einfaldlega verið að reyna að skrifa læsilegan texta. Á að bæta við fyrirvörum eins og að þessi vöxtur sé umfram verðbólgu eða álíka!?
En svo við snúum okkur að aðalatriðinu, “Siðan vita þeir ekkert hvort að hagkerfið vaxi um 5%.”
Þarna höfum við einfaldlega söguna að leiðarljósi. Við sjáum að miðstýrð kerfi einsog og voru t.d. við lýði í Sovétríkjunum, Kína og jú Kúbu hafa vaxið mun hægar en hagkerfi þar sem frelsi ríkir. Við getum bara horft á muninn á Taívan og Kína eða S-Kóreu og N-Kóreu, eða V-Þýskaland og A-Þýskaland.
Við getum líka horft á hvernig gömul ríkisfyrirtæki á Íslandi hafa stóreflst við það að verða einkavædd og þannig tekin úr höndum ríkisins. Hverjum hefði dottið í hug fyrir 5 árum síðan að bankarnir væru orðnir þessi stærð í íslensku hagkerfi sem þeir svo sannarlega eru orðnir nú. Og þessi breyting hefur svo sannarlega líka komið neytendum vel því vextir hafa lækkað.
Staðan í dag er einfaldlega þannig í dag að það hafa allir, líka gömlu allaballarnir í VG, séð að frjálst markaðskerfi er mun effektívara heldur en miðstýrt kerfi. Það er bara stigsmunur á flokkunum hversu langt þeir vilja ganga í markaðsvæðingunni. Sumir vilja hafa ákveðna “grunnþjónustu” eins og heilbrigðiskerfið, símaþjónustu og banka í opinberri eigu en annað á að vera frjálst.
Ertu virkilega svo lokaður í þínum eigin hugarheimi að þú sérð ekki afhverju t.d. Steingrímur J. og Ögmundur Jónasson hafa komist að þessari niðurstöðu?
Haldiði að allir i bna sem eru otrulega rikir eiga það skilið? Horfið a myndina corporation og sjaið frjalshyggjuna i allri sinni mynd!
Corporation hefur ýmsa áhugaverða punkta en hún er langt frá því að vera hlutlaus mynd eins og höfundarnir hafa bent á.
En hver á svosem að segja til um hvort ríkt fólk eigi það skilið? Þú kannski?
Eg er vinstrisinnaður, halla örlitið að kommunisma og hef unnið allar(að eg muni)
rökræður minar við aðra sem halda að kommunismi gangi ekki upp.
Mér sýnist þú berjast frekar af kappi en forsjá.
Annars er þetta hálf fáránlegt. Ef aldrei hefur verið hægt að koma á kommúnisma í sögunni skiptir litlu máli hvernig þér gengur í kappræðum um hvort hægt sé að koma honum á?