Þetta mál skekur núna enn og aftur samfélagið.
Ég er að hugsa um það að umræðan er látin snúast um það hvort að Borgarstjóri eigi að segja af sér. Það er aðalmálið.
Í sjálfu sér er ég því sammála að hann eigi að gera það. Satt best að segja þá tek ég ofan fyrir R-listanum hvernig hann tekur faglega á málum.
Hins vegar er framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Kjartan Gunnarsson tendur málinu og Gísli Baldur Garðarsson sem er í yfirkjörstjórn Sjálfstæðisflokksins einnig að sögn.
Eiga þeir ekki einnig að bera ábyrgð? Eiga þeir ekki að þurfa að segja sig úr öllum opinberum nefndum?
Þetta mál hefur afhjúpað það sem að við neytendur vissum fyrir löngu. Það er mætt á plottfundi til að koma sér saman um hlutina með ólöglegum hætti.
Þegar það hefur verið rætt, er viðstöðulaust ráðist á viðkomandi aðila og hann eða hún kallaður/kölluð veik á geði.
Auðvitað er það hrein geðveiki hvernig við neytendur og kjósendur höfum látið þessa þingmenn og ráðamenn koma fram við okkur.
Vegna þess að Olíuverðsamráðsmálið er látið viðgangast, eins og vaxtasamráð bankanna núna, því er hlálegt að horfa á Pétur Blöndal í morgunsjónvarpinu.
Hvað er verið að stela af neytendum í formi vaxtaokurs og fákeppni og ýmissa gjalda bankanna? það er 1 milljarður sem neytendur eru að borga umfram það sem eðlilegt getur talist miðað við að samkeppni sé virk og það á viku. Það eru því uþb. 52 milljarðar sem að neytendur eru að borga á ári umfram það sem eðlilegt getur talist.
Eða telur fólk að hagnaðartölur bankanna sýni að um eðlilega samkeppni sé að ræða???
Auðvitað eigum við neytendur ekki að hafa verðtryggingu hér. Það viðgengst hvergi á byggðu bóli nema hér á landi.
Nei auðvitað ekki.
En þetta er afhjúpun á siðferði stjórnmálamanna, þó sérstaklega blekkingarmeistaranna í ríkisstjórn.
Hvernig var með kosningaloforðin? Skattalækknir?
Hverjar eru efndirnar?
Skattahækkanir eru mestar á byggðu bóli hér á landi.