Ég heyrði fyrir nokkru síðan frá dóttur leigubílstjóra, að leigubílsstjórar megi bara gera út í sex vikur á ári.
Einnig kostar það fúlgur, það eitt að fá að keyra bíl til atvinnureksturs.
Þetta, ásamt hinu óendanlega heimskulega strætókerfi, gerir það að verkum að *allir* íslendingar vilja eiga bíl. Það notar enginn taxa nema mjög fullur eða á leiðinni á djammið, og einmitt vegna þess að það er svo fáránlega dýrt. Bílarnir eru 40 sinnum dýrari en þeir þurfa að vera, og bílstjórarnir eru búnir að eyða fúlgum í það eitt að mega keyra og rukka peninga fyrir, ekki að það komi Ríkinu rassgat við hvort þeir eru að rukka tott eða 500 kall fyrir.
Þetta er það sem gerir samgöngur innan Reykjavíkur að svoddan djöfuls martröð. Fávitaskapur.
Þetta er eins og að reyna að flytja ríkisfyrirtækin út á land til þess að hvetja fólk til þess að flytja út á land… sem er notlega fávitaskapur þegar lítrinn af bensíni kostar 102 krónur, þegar maður getur ekki tekið neinn skárri kost en að keyra sjálfur, sem er auðvitað gjörsamlega óþolandi. Fyrir utan það hvað maður er fokking lengi á leiðinni, hafa flug verið að leggjast af vegna þess að flugfélögin eru ekki að nenna að standa í þessu kjaftæði. Það er of dýrt og of mikið vesen að fljúga til að fólk nenni þessu, hvað þá keyra út á land. Rútur? Sem kosta jafnvel meira en að keyra? Hell no, woman.
SETJA LEST ÞARNA, HÁLFVITAR. Ríki með mun hræðilegra veður en við gera það, og ríki sem hafa líka jarðskjálfta af og til. Og hver á að borga? Ríkið, ef þið spyrjið mig. Sé ekki hvernig þessi “fullkomna lausn”, Kapítalisminn, á að ráða (eða þora) að byggja svona græju strax. Við þurfum að losna við þessa geðveikislegu fólksfjölgun í Reykjavík og henda henni út á land, og það *mun* kosta okkur, hvort sem við gerum það eða ekki. Þetta er spurning um hvað við viljum vera að borga eftir 20 ár.