Mjah, varðandi Ísraelsmenn, þá er alveg sama hvert þeir fara, þeim verður alltaf tekið illa.
Þó að ég réttlæti alls ekki ófyrirgefanlegar og heimskulegar aðgerðir Ísraelsmanna í dag, þá verður að setja þær í sögulegt samhengi. Ísraelsmenn tóku nefnilega ekkert land strax, nema það sem þeir höfðu keypt og enginn bjó á. PLO (Palestinian Liberation Organization), samtök Yassers Arafats, gengu upprunalega út á að eyða öllum Gyðingum úr Mið-Austurlöndum og voru byggðar á nákvæmlega sömu hugsjónum og Nasismi Þýskalands, nema með Islam sem eitt af grunnatriðum. Þetta snerist helst um kynþætti, samt.
Árið 1967 réðust fjölmörg Arabaríki inn í Ísrael, og fyrir eitthvert ótrúlegt kraftaverk, unnu Ísraelsmenn í 6-daga stríðinu svokallaða. Þeir vildu gefa upp Gaza og Vesturbakkann gegn loforði um frið, en Arabalöndin neituðu því. Síðan þá hefur dæmið snúist við og eru Ísraelsmenn núna að kúga Palestínumenn frekar en öfugt.
Þess vegna er þetta orðin svo erfið deila, því að enginn er saklaus. Þetta eru allt sömu viðhorfin, og enn snýst þetta ekkert um fólk, heldur land, peninga og völd (as usual).
Hvað varðar Kúveit og Írak, finnst mér enginn skortur í heiminum á því að menn sem koma efninu ekkert við (t.d. við Íslendingar) og vita ekkert um það, fari að dæma um það hvaða fólk á heima í hvaða þjóð. Slíkar hugsanir voru nákvæmlega það sem olli seinni heimsstyrjöldinni.
En annað er ennþá merkilegra. Talað er um að Saddam Hussein hafi verið harðstjóri og allt það… en gleymist þá Saudi-Arabía og Pakistan, sem eru nákvæmlega jafn mikil fasistaríki ef ekki meiri. Þessi lönd hafa eindreginn stuðning okkar “góða hvíta fólksins”, og hvers vegna?
Ekki vegna þess að fólkið þar sé ekki nógu kúgað. Við erum einfaldlega í of sterkum viðskiptatengslum við þau, og þess vegna skiptum við okkur ekki af þeim. Að frelsa Írak er engu mikilvægara en að frelsa restina af löndunum.
Athugið að ég er ekki að verja stríðið í Írak, það var framið á nákvæmlega sömu forsendum og seinni heimsstyrjöldin, og Sameinuðu Þjóðirnar voru sérstaklega stofnaðar, til þess að HINDRA NÁKVÆMLEGA ÞESSA TEGUND AF STRÍÐI. Þó að Írak sé frjálst og að það sé gott út af fyrir sig, þá er fórnarkostnaðurinn of hár, þar eð þetta veldur of mikilli spennu í heiminum til að það borgi sig. Aukin spenna er ekki leiðin til friðar, frelsis og lýðræðis.