Aðförin að íslenska lýðveldinu.
Hér á landi hafa tekið sig saman hagsmunaklíkur, sem hvorki hafa áhuga á því að virða lög né reglur.
Ef lög og reglur eru þeim óhagstæðar, þá er gengið í það að breyta þeim.
Ef dómar falla þeim í óhag, er reglum breytt, og síðan nýjum lögum nauðgað í gegnum þingið og úrskurður dómstóla felldur niður.
Það sem er að þvælast fyrir er Stjórnarskráin. Þegar hún er farin að þvælast fyrir stjórnvöldum, er vá fyrir dyrum.
Já- mennirnir og konurnar þora ekki öðru en að styðja við slíkt stjórnvald, nema nokkrir aðilar. Þeir eru lagðir í einelti, úthrópaðir, reknir frá nefndarstörfum og sviptir öllum titlum sem hægt er.
Stöðuveitingar eru glórulausar, einungis til að tryggja hag klíkunnar.
Tekið er yfir löggjafavaldið, framkvæmdavaldið og dómsvaldið.
2 atriðum hefur verið bætt við þessa skilgreiningu nefnilega verkalýðsfélög og fjölmiðlar.
Því er það svo að klíkan hefur komið sínu liði upp í RÚV og núna ríður á að taka yfir Fréttablaðið og DV sem geta ógnað stöðunni.
Fjármálaráðherra kemur með Fjárlagafrumvarp sem byggir á yfir 11 milljarða tekjuafgangi, þrátt fyrir að sami aðili hafi skilað 13-14 miljarða halla öll árin sem hann hefur starfað sem Fjármálaráðherra. Þetta er auðvitað blekking.
Prímusmótorinn hjá klíkunni notar aðstöðu sína hjá Rúv til blekkinga.
Moggaklíkan blaðrar um lýðræðið, en er í rauninni að styðja við einræðið, valdníðsluna og blekkinguna. Unga fólkið gerist ekki áskrifandi að flokksblaðinu og því er það á leiðinni á hausinn.
Forseti Alþingis ræðst á Forseta lýðveldisins með rakalausum dónaskap í upphafi þings, en fær þakkir fyir hjá klíkunni. Stór hluti þingheims gengur út 86% þjóðarinnar er sammála um að þetta sé óviðeigandi málflurttningur.
Fjölmiðlafrumvarp er til umræðu í þingsölum, ríkisstjórnin neyðist til að hætta við málið.
Það er ekki gefist upp, heldur skal núna ráðast á stjórnarskrána.
Stjórnarandstaðan stendur sig að sumu leyti vel, en stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, sér ekki flísina í eigin auga, og ætlar að ganga í Evrópusambandið. Þrátt fyrir að það kosti þjóðina um 6 milljarða á ári.
Sukkið í Utanríkisþjónustunni linnir ekki og núna síðast mætir hver silkihúfan óháð flokkum til Frakklands. Hvað kostar þetta þjóðina í dagpeningum oþh. Þjóðin borgar.
Aðal áróðursmeistarinn er uppvís að mjög grófum ritstuldi. Klíkan fer þá í mál og bannar alla umræðu um málið og tapar að vísu málinu, en lætur ekki segjast, heldur ætlar að fara aftur í mál núna við HÍ. Málþóf og misbeiting valds eru kjörorð þessara aðila.
Núna á að leggja Samkeppnisstofnun niður, því að þeir voru að finna að því að verið væri að stela milljörðum af þjóðinni í gegnum verðsamráð. Fólk er semsé að vinna það starf, sem það er ráðið til af samviskusemi, en fær klíkuna upp á móti sér fyrir vikið. Sama var gert með Þjóðhagsstofnun, Fiskifélag íslands og Ríkislögreglustjóra svo að dæmi séu tekin.
Samfylkingin sér ekki hrókeringarnar í málinu, sífellt er verið að misbeita valdi.
Fólki hótað, fyrirtækjum og einstaklingum. Við slíkar hótanir er staðið.
Þeir reyna að gera andstöðuna við ofríkið eins máttlaust og hægt er.
Síðan er komið fyrir öllum bak-skítaklessu-hlýðni liðinu fyrir í viðkomandi stöðu.
Þegar staðan er orðin slík er mér og fleiri aðilum nóg boðið.
Bankarnir eru með vaxtaokur og verðtryggingu, sem stelur af þjóðinni 1 milljarði mánaðarlega umfram það sem eðlilegt getur talist það er 52 milljarðar á ári.
Þjóðinni er að blæða út undan klíkunni.
Er ekki mál að linni?
Mér líst persónulega ekki á neinn flokk hér á landi.
Hvað er til ráða?