Er Ísland lýðrækisríki er spurning sem margir spurja sig af núna eftir seinustu daga og mánuði. T.d. Jón Steinar, frændi Davíðs, fjölmiðlamálið og nú seinast brottvikning Kristins úr nefndum á vegum Framsóknar.
En í þessari grein mun ég bara tala um brottvikningu Kristins.
Það er náttúrlega ekki séns að hægt að segja að Ísland sé lýðræðisríki, samkvæmt því þá ætti fólk að hafa mál og skoðanafrelsi. En eftir það sem þingflokkur framsóknar gerði er búið að loka á þann hluta lýðræðis. Að loka á mann fyrir 3 ákvarðanir, fara eftir sinni eigin sannfæringu, það er náttúrlega bara rugl. Þessi þrjú mál eru: Línuívilnunin (margir muna kanski ekki eftir henni) en þá fór Kristinn fram á að kosningarloforð yrðu efnd. Allt varð brjálað. Síðan spurði hann formanninn sinn á opinberum vettvangi því Halldór vildi ekki svara honum á þingfundi eða í einkasamtölum því gerði hann þetta á þennann hátt, og eitthvað hefur þeim mislíkað það.
Og núna seinast fjölmiðalfrumvarpið. Flokksforystunni líkaði ekki ákvörðun hans að fylgja sinni eign sannfæringu, og meira að segja stjórnarskrá Íslenska lýðveldisins segir að þingmenn eigi að fylgja sinni eigin sannfæringu. Einnig mislíkaði Davíð það að stjórnarliði skyldi fara eftir stjórnaskrá enda hefur komið fram að honum líki ekki stjórnarskráin. Samt samþykkti hann hana þegar hann komst til valda. Já hann komst til valda og samþykkti að fara eftir stjórnarskránni, einnig Halldór þegar hann var fyrst kosinn. Og báðir brjóta þeir þessa stjórnarskrá okkar.
Það eru nokkrir möguleikar í boði:
1) Kristinn haldi sig í framsókn og geri þeim lífið leitt og framsóknarfélög sem styðja hann geri Halldóri lífið leitt á flokksþyngi í febrúar.
2) Kristinn hætti í flokknum eins og Halldór og Hjálmar gáfu mjög skýrt í ræðum sínum að hann ætti að gera því lög flokksins leyfa ekki að reka menn úr flokknum
3) Kristinn sitji innan flokks og bjóði sig fram fyrir framsókn þegar næsta kjörtímabil hefst. Nema miðstjórn flokksins fyriskipi prófkjör til að útiloka hann frá flokknum
4) Að Kristinn sitji það sem eftir er að þingi sem þingmaður framsóknar eða óháður og fari síðan í sérframboð fyrir vestan. Og stofni sinn eigin flokk sem býður sig fram út um allt land.
En mér finnst þetta forkastanlegt af þingflokki framsóknar að láta svona og “gefa” Jónínu Bjartmars “viðvörun” með að gera þetta við Kristin, því hún hefur skilað auðu þegar hann hefur kosið á móti. Eins og á þingflokksfundinum. Þá kaus Kristinn á móti og Jónína auðu.
Er þetta eitt af skilyrðum sem Davíð setti fyrir því að Halldór fengi forsetisráðherrastólinn að gera Kristin áhrifalausan í þingflokkinum. Því Davíð hefur ekki þolað Kristinn í fjölda ára.
Endilega segið skoðun ykkar á þessu.