hvað eigum við að gera? , hér er allt bara bælt niður! öll mótmæli eru bara kúkuð niður af einhverjum fávitum sem þykjast ráða, sem þeir og gera því það þorir enginn að gera neitt af viti (þar á meðal ég! fyrir utan að ég er ansi hrædd um að fáir myndu taka mark á fífli eins og mér!).
Íslendingar eru svo heimskir(afsakið) að gera sér ekki grein fyrir hvað er verið að stappa oná þeim og stjórna þeim. ég hata þetta helvítis fulltrúalýðveldi því það er ekkert lýðveldi. þessir kallar(og kellingar þó færri séu)geta lofað og lofað, en um leið og þeir eru búnir að tryggja stöðu sína með því að röfla fólk til að kjósa sig ganga þeir þvert á það sem þeir sögðu. kallið þið það lýðveldi? og það er meira en að segja það að reka þessi fífl!
pælið í réttindum okkar! þjóðaratkvæðagreiðslur t.d. eru bara stjórnarskrárbundnar í 3 tilvikum: 1. ef alþingi leysir forsetann frá störfum (embætti) 2. ef gera á breytingar á KIRKJUSKIPAN RÍKISINS!!!! og 3. ef forseti neitar að samþykkja lög sem alþingi hefur staðfest! grrr… þetta gerir mig reiða! þegnar þessa svonefnda “lýðveldis” geta semsagt ekki krafist þjóðaratkvæðagreiðslu!!! þetta er mér mikið hitamál því ég vil ekki þurfa að búa við svona kjaftæði! ég vil geta fengið að kjósa um málefni sem mikið eru til umræðu í þjóðfélaginu.
og JÁ! það á að bæta kennslu í grunnskólum um þessi málefni, ég lærði ekki neitt um stjórnmál, nema kannski það sem ég las sjálf, fyrren ég fór í framhaldsskóla! það finnst mér lélegt. maður á að vita réttindi sín og á hverju lögkerfið byggist amk. fá fræðslu um vinstri og hægri skalann til að maður viti hvað er verið að tala um (þóég sé að vissu leyti á móti þessum hugtökum) og svo maður geti td. bara fylgst með fréttunum og vitað hvað er í gangi þegar rætt er um hitamál samtímans.
ég er ekki að segja að ég sé einhver stjórnmálafræðingur og flestir sem lesa þetta vita áreiðanlega meira en ég og geta bætt einhverju við/ mótmælt einhverju sem ég er að segja!
en svo ég komi mér aðeins aftur að upphaflegu greininni þá jú er það alveg satt að öllum er skít sama! það eru nokkrar hræður sem láta sig þetta einhverju máli skipta en hinir lifa bara því lífi að snúast kringum rassinn á sér! (? :Þ) það er engin róttækni í gangi lengur, það selja sig allir fyrir eitthvað. þó ekki sé nema líf án þess að þurfa að hugsa um aðra en sjálfan sig.
blablabla, takk fyrir ef einhver hefur nennt að lesa þetta rugl og bull!
salut
assa