Mig langar að nefna ykkur dæmi um land sem heitir Sviss.
Í Sviss ríkir virkt lýðræði. Það sem ég tala um sem virkt lýðræði gengur þannig fyrir sig að ef þú ert ósáttur við lögin, og finnst að einhverju ætti að breyta, þá safnar þú undirskriftum. Ef þú nærð vissum fjölda undirskrifta [50 þúsund held ég], þá ber löggjafanum skilyrðislaus skylda til þess að leggja tillöguna fyrir þjóðaratkvæði undir eins. Þá fær þjóðin tækifæri til að taka afstöðu, og ef að hún ákveður að samþykkja tillöguna, þá er lögunum skilyrðislaust breytt.
Tökum eitt dæmi, fyrst að það var í mikilli umræðu í grein hér á undan sem hét “forsjárhyggja…..”
Fyrir nokkrum árum síðan var, eins og í flestum Evrópuríkjum kannabis bannað, og eins og í flestum þeim ríkjum þá fór mikill peningur í að beita lögreglunni á neytendur kannabiss og þeirra sem seldu það. Lögreglan fór offorsi í að loka búðunum, en samstundis opnuðu aðrar búðir.
Að því kom að ungt fólk í Sviss fékk nóg af þessu, og sett var í gang undirskriftarsöfnun fyrir lögleiðingu kannabis.
Þjóðin var spurð: Er þetta hlutur sem mun skaða okkar samfélag, eða ætlum við að leyfa fólki að gera þetta ef það vill?
Yfir 70% sögðu: já, ég styð lögleiðinguna….
Afleiðingar lögleiðingarnar eru eflaust ekki allar komnar í ljós, en nokkur dæmi má nefna.
Lögreglan getur eytt meiri tíma sínum í að berjast við þjófa, morðingja og annan óþjóðalýð, í staðinn fyrir að vera í stríði við borgarana.
Afleiðingar reykingana koma betur í ljós, og gefa neytendum tækifæri til þess að stýra neyslu sinni í hófi, miðað við upplýsingar sem fólk treystir og eru byggðar á staðreyndum, en ekki “ljóti dópskrattinn er að reyna að ná í þig!”
Flestir sem hafa prófað þetta eða þekkja einhvern segja sömu sögu og með áfengið. Þ.e. að í óhófi geti þetta lagt líf fólks í rúst. En munurinn er sá að neysluvandamál áfengissjúklingsins er viðurkennd og fær hann andlegan stuðning til að bæta sig, en í þeim löndum þar sem að bönn ríkja við t.d. kannabis þá er litið svo mikið niður á fólk sem á við neysluvandamál kannabissjúklingsins, að honum finnst öll sund lokuð. [þetta er vitaskuld alhæfingar, en mér hefur þetta fundist vera svona almennt séð]
En svo ég snúi mér aftur úr þessum útidúr, þá langaði mig bara til þess að heyra álit ykkar samhugara á svona virku lýðræði, og gaman væri að heyra frá þeim sem hafa verið að verja “forsjárhyggju löggjafans” hérna á huga, en verð að taka það fram að ég hef engan áhuga á rifrildum.
p.s.Ég er ekki alvitur sviss og það væri gaman að heyra álit frá mér fróðari mönnum um stjórnskipulagið í Sviss.