Ég er á MÓTI lögleiðingu cannabis!
- Ég reyki ekki og nota ekki Cannabis. Enn ég drakk -
Ég þekkti og þekki fólk sem notar og selur cannabis!
Og þekki auðvitað nóg að fólk sem reykir!
Jæja [Fairy], hér er einn sem er jafn og jafnvel meira á móti því að cannabis verði lögleitt! – ÉG!
[Lois]! Það er dálítið sérstakt þegar fólk segir þetta sem þú skrifaðir! Ok ég sá að þú ert 21 árs, ok ég veit ekkert um hvort þú notar fíkniefni í dag eða ekki enn ég efa það ekki að þú gætir tekið eigin ákvarðanir í dag ef einhver myndi bjóða þér fíkniefni sem þú værir á móti, enn lítum á dæmið öðruvísi, þú værir 10 árum yngri eða 11 ára gamall, líklega nógu ungur til að hafa aldrey prófað eða reykja eða drekka eða neitt, það kæmi til þín stór, flottur stákur gæfi þér nammi og segði: “Hefur þú prófað að reykja hass?” Og þú segðir auðvitað “nei” og vissir ekkert um hvað hann væri að tala um við þig, og hann segði bara. “Þetta er betra enn nammi, hérna prófaðu” Ég efa það stórlega að þú gætir tekið eigin skynsamlegu ákvaðanir þá! Segðu mér svo hvernig þú yrðir þegar þú værir orðinn 14-16 ára gamall! Mjög sennilega orðinn fíkill.
Ég tel að fólk hafi ekki þroskann til að taka EIGIN ákvarðanir og segja nei! Fyrr enn það er orðin í fyrrstalagi 15-16 ára gamallt! (Jafnvel eldra, fer eftir þroska einstaklingsins) Og þá skipta forvarnir í skólum og heimafyrir miklu máli!
Ég er sammála [drengur] um að ekki sé hægt að bera þessi efni saman!
Ég þekkti og þekki fólk sem notar, hefur notað, prófað og fiktað og selt hass svo ég veit um hvað ég er að tala! Þótt cannabis, hass sé með vægari fíkniefnum þá eru þau mun sterrkari og hætturlegra enn nokkuð tóbak sem selt er úti í búð. Hassið skemmir hausinn!
Auðvitað bitna Reykingar og drykkja líka á ástvinum [Kroni] enn þau eru samt mun vægari og þótt fólk reyki getur það stundað almenna vinnu án þess að trosna uppúr henni vegna reykinga, auðvitað er óþolandi að vinna með fólki sem er alltaf í síkó!
Með áfengið er dálítið annað, það að drekka lítið, t.d. 1-2 sinnum í viku 1-2 glös með matnum er ekki hættulegt eða heilsuspillandi, enn það að drekka 1-2 lítra af einhverju áfengu á dag er annað mál, svoleiðis manneskja er ekki lengi að tapa vitglórunni og trosna uppúr vinnu!
Það þykir líka fínt að drekka t.d. rauðvín með nautakjöti í dag, mikið að allskona áfengi notað í matargerð og kökubakstur, svo það þætti sennilega dálítið erfitt að banna áfengi. Enn lítum samt á að fyrir 40 árum (um 1960) þótti fínt og töff að reykja, flott að hafa sigarettuna á milli puttana, enn í dag er verið að banna reykingar á flestöllum allmenningsstöðum (Vonandi ekki langt í það að tóbak verði alveg bannað). Kannski verður umræða eftir 40 ár að það ætti að banna áfengi! Hver veit!
Ég yrði heldur EKKI hissa ef ég sæi þá tölu að um 50-70% af þeim sem eru á aldrinum 18-25 ára hefði einhvertíma prófað cannabis! Þessvegna tel ég að svona mikið að fólki sé með því að leifa cannabis því það eru svo margir sem nota það í laumi!
Sumir hafa sagt að ef við lögleiðum cannabis, þá yrði þetta selt í apótekum á “réttu verði” og afbrot myndu minka, enn einhvernveginn verður fíkillinn að fjármagna neisluna! Og hvernig gerir hann það, auðvitað með innbrotum og vændi!
(Það eru samt einhverjir sem næðu að vera með vinnu og borga fyrir fíknina með laununum sínum í einhvern tíma)
Fólk sem er langt sokkið og nær að hætta fíkninni verður aldrey eins heilbrigt og það var fyrir neislu og löngunin er alltaf til staðar!
Bara það eitt að umræðan um að lögleiða cannabis sé í gangi núna árið 2001 á meðan verið er að reyna banna t.d. tóbak, fynnst mér dálítið mikið skrítið!
Ég tel þetta nóg í bili!
Svessi