Dópsalar eru almennt taldir samviskulausir djöflar vegna þess að þeir selja fólki dóp sem getur leitt það til dauða. Þeir hugsa bara um gróðann en ekki lífin sem þeir eru að skemma.
Mér finnst skrítið að ekki gildi sami hugsunarháttur í garð tóbakssala, þeir selja líka eyturleyf sem getur leitt fólk til dauða. Eini munurinn er að dópið er fljótara að drepa neytandann ( harðari tegundir dóps ) en sígaretturnar og líka það að sígarettur eru löglegar og álitnar sjálfsagður hlutur.
Ég er engann veginn að reyna að verja dópsala, mér leikur bara forvitni á að vita aff hverju þetta tvöfalda siðferði ríkir í þessu máli.

Bara smá hugsun.