Ég las hér um daginn ummæli forsprakka Flokks “framfarasinna” um að samkynhneigð væri eins og krabbamein. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég hef heyrt eitthvað þessu líkt frá þeim. Um daginn heyrði ég þau orð falla að samkynhneigð væri í raun það sama og að vera barnaníðingur. Ég held að allis sjái í gegn um útlendinga og hommahatrið sem skín úr augunum á þessum mönnum.. eða strákum, þetta eru jú bara nokkrir félagar sem hafa ákveið að stofna flokk í kring um sínar “framfarasinnuðu” skoðanir. Ég held að í raun séu skoðanir FF og FÍÞ manna hið sanna krabbamein Íslensku þjóðarinnar, þessir fordómar og hatur sem þeir predika (að vísu ekki í sama mæli) er það sem skiptir þjóðinni í fylkingar, það eru ekki útlendingarnir sem skapa öll vandamálin.
Ég var að fara yfir stefnuskrá þeirra félaga og ætla að sýna ykkur nokkur merkileg brot úr henni.
“Hagsmunir heildarinnar (meirihlutans) verða að ganga fyrir hagsmunum einstaklinga eða hagsmunum einstakra hópa innan samfélagsins. Þar sem þessir hagsmunir stangast á verða hagsmunir heildarinnar að ganga fyrir. Meirihlutanum ber þó eðlilega að taka tillit til hagsmuna minnihlutans. Í því felst lýðræðið!”
Þessi grein stefnuskrárinnar fer virkilega fyrir brjóstið á mér, hún stríði gegn grundvallar sannfæringu minni um að hagsmunir ákveðinna hópa eigi aldrei að vera álitnir mikilvægari en hagsmunir minnihlutahópa. Svo get ég ekki séð hvernig heildin getur verið saman sem meirihlutinn, væri gaman að fá útskýringu á hvað þeir meina með því.
—–
“Flokkurinn telur að þörf sé á því að skilgreint verði hvað felist í því að vera íslenskur ríkisborgari og hvaða réttindi íslenskir ríkisborgarar hafi á Íslandi umfram þá sem ekki hafa slíkan rétt, enda ljóst að mörkin þar á milli eru að verða æði óljós.”
Á nú að fara að búa til sérréttindi í anda rómverja til forna? Eiga allir Íslendingar að vera yfir annað fólk hafið?
—–
“Ríkið eignist þá aðila er þjóðfélagslegt öryggi eður hagkvæmni felur í sér að séu betur komnir í faðmi ríkisins.”
Það er kannski best að allir fjölmiðlar séu teknir í ríkiseign, svona bara til þess að villutrúarmenn og pólitískir andstæðingar geti ekki matað lýðinn með upplýsingum sem koma ríkinu illa.
—–
“Tekin verði upp hálfs árs til árs þegnskylda við verk í þágu samfélagsins fyrir ungmenni á aldursbilinu 15-20 ára sem taka má út í einu lagi hvenær sem er á tímabilinu. Stefnumál þetta komi aðeins til með breytingum þeim á menntamálum og námstíma sem nefnd eru undir kaflanum menntamál.”
Á nú að skerða valfrelsi ungmenna með því að skylda það í einhverja samfélagsþjónustu? Þetta er þrældómur, alveg eins og að skikka fólk í vinnubúðir án kaups.
—–
“Það er álit flokksins að ef 10.000 kjósendur samþykkja að mál skuli fara í þjóðaratkvæði eigi að ganga að því. Sömuleiðis ættu þessi atriði einnig að eiga við sveitarfélögin í landinu eftir því sem við á.”
Hmm.. flokksmenn sjálfstæðisflokksins eru 32.000… gætu sjálfstæðismenn þá ekki kallað á þjóðaratkvæðagreiðslu hvenær sem þeim sýnist?
—–
“Sporna verður gegn áframhaldandi fjölgun á höfuðborgarsvæðinu umfram 1% á ári. Reynt verður að sjá fyrir uppbyggingu eins til tveggja stórra byggðakjarna í hverjum landshluta í gegnum skattaívilnanir og vaxtalaus eða vaxtalítil lán til sveitarfélaga.”
Á nú að fara að banna fólki að flytjast til Reykjavíkur? Á að stöðva byggingarframkvæmdir og minnka framboð á húsnæði? Húsnæðisverðið er nógu mikið vandamál, svona frelsisskerðing hækkar það enn meira svo að efnisminna fólk neyðist til að búa úti á landi.
—–
“Draga á verulega úr rekstri dagheimila, en þess í stað meta starf heimilismóðurinnar að verðleikum og leita leiða til að greiða þeim mæðrum sem vilja vera heima hjá börnum sínum fyrir það með einum eða öðrum hætti. Húsmæðrastarfið er eitt af grundvallarstörfum þjóðfélagsins.”
Það er alvitað að leikskólamálin eru nógu mikið vandamál, ef “draga á verulega úr rekstri dagheimila” skapar það enn meira vandamál sem orsakar það að mæður neyðast til að hætta að vinna og hugsa bara um börnin. Þeir vilja að konur eigi að vera í “Húsmæðrastarfinu” og hugsa um börnin. Þetta orsakar að færri konur eignast börn vegna þess að líf þeirra á má ekki snúast um vinnu heldur aðeins um að passa börnin.
—–
“Öll born ættu rétt á því að reyna fyrir sér í íþróttagreinum og
tónlistariðkun tvo vetra án endurgjalds.”
Hver á að borga? Ég? Þú? Nei ríkið á ekki að borga fyrir tómstundagaman barna, það geta uppalendunnir gert.
—–
“Íslenskir ríkisborgarar verða að ganga fyrir um atvinnu á Íslandi. Atvinnurekendur sem skortir vinnuafl verða fyrst að hafa samband við innlendar vinnumiðlanir áður en þeir leita á Evrópska efnahagssvæðinu eða annað út fyrir landssteinana.”
Kallast þetta ekki mismunun? Á ríkið nú að fara að mismuna fólki eftir uppruna? Eiga Íslendingar að hafa einhver sérréttindi? Þetta er hreint og beint mannréttindabrot í anda FÍÞ!
—–
“Þeir geta einungis sótt um ríkisborgararétt sem hafa hreina sakaskrá, sem geta framfleytt sér og fjölskyldu sinni og hafa á 8 ára búsetu í landinu orðið til þess að styrkja íslenskt þjóðfélag. Auk þess verða umsækjendur að hafa staðist munnlegt og skriflegt próf í íslensku, auk prófs í íslenskri sögu og menningu.”
Það er fáránlegt að fólk þurfi að vera algerlega flekklaust og þurfi að taka próf til þess að öðlast ríkisborgararétt! Hvernig á fólk að geta framfleytt fjölskildu sinni í 8 ár ef það nýtur ekki sömu réttinda og annað fólk?
—–
“Eftir að einstaklingi hefur verið veittur ríkisborgararéttur má þó svipta hann réttinum verði hann sakfelldur fyrir alvarlega glæpsamlegt athæfi.”
Jájá, gera fólk að útlögum. Má ekki gera það sama við Íslendinga? Erum við eitthvað líklegari til að bæta ráð okkar en annað fólk? Þetta er kynþáttamismunun.
—–
“Ísland getur tímabundið veitt pólitískum flóttamönnum hæli. Slíkir flóttamenn geta fengið útgefið tímabundið landvistarleyfi sem endurnýja þarf á árs fresti. Þegar aðstæður batna í heimalandi þeirra skulu þeir sendir heim.”
Flóttamenn mega semsagt ekki setjast að hér. Loksins þegar að flóttamaðurinn hefur hafið eðlilegt líf laut frá ofsókum og stríði þá á að rífa hann upp með rótum vegna þess að ástandið hefur skánað í landinu sem hann flýði frá.
—–
“Útlendingum, sem gerast alvarlega brotlegir við íslensk lög, skal undantekningarlaust vera vísað úr landi strax og þeir hafa lokið afplánunum sínum.”
Já já, bara gera þá útlæga! Eiga þá ekki sömu reglur að gilda um Íslendinga? Eiga að vera einhver önnur lögmál um hvernig réttarkerfið tekur á innflytjendum og Íslendingum?
—–
“Flokkur framfarasinna styður ákvæði stjórnarskrárinnar um að Evangelíska-lúterska kirkjan sé þjóðkirkja Íslendinga.
Hin evangelíska-lúterska kirkja er og skal áfram vera þjóðkirkja Íslendinga.”
Eigum við ekki bara að skylda alla til þess að lesa biblíuna og mæta í messu. Stinga villutrúarmönnum bara í steininn.
—–
“Þýska verði gerð að fyrsta erlenda tungumálinu í því skyni að varna gegn áhrifum enskunnar, þýskukennsla verði hafin í 4. bekk og enskukennsla í þeim 6.”
Segir þetta ekki allt sem segja þarf?
—-
Þið getið dregið ykkar egin ályktanir út fra þessu, en ef þið viljið fræðast meira um flokk “framfarasinna” þá er heimasíðan þeirra framfarir.cjb.net