Mér þykir frekar ólíklegt að sá sem sendi þessa grein inn sé að leita eftir öðru en skítkasti á sjálfan sig, það skín soldið í gegn.
Förum þó í gegnum listann.
* Það verður hlustað á okkur á alþjóðavettvangi
– Það er nú hlustað nógu mikið á okkur núna! Við búum hérna 280.000 manns á skeri sem varð til fyrir einhverja tilviljun í miðju Atlantshafi. Heldur þú að eyru umheimsins myndu opnast þótt að við værum með MAX 10.000 manna her hérna?
* Við þurfum ekki lengur að hafa útlenskan her hér á landi
– Þessi rosalega slæmi útlenski her er að redda okkur þvílíkum tekjum fyrir utan það að sjá að miklu leyti um EINA ALÞJÓÐAFLUGVÖLL OKKAR.
* Norðmenn munu aldrei vera með neitt múður útaf fisknum aftur
– ha? Ætlaru bara að senda herlið á noggarana og skjóta þá eða? hvað ertu að meina? (Jæja, sendum bara fótgönguliðið)
* Við getum tekið þátt í alþjóðlegum heræfingum. Hingað til höfum við bara útvegað Nato æfingarsvæði (foj!)
– Það kostar PENING að taka þátt í svoleiðis æfingum, er það eitthvað töff allt í einu að taka þátt í heræfingu? btw. Íslendingar hafa reddað læknum á þessar heræfingar
* Við myndum fá sæti í öryggisráði Sameinuði Þjóðanna
–Íslendingum hefur boðist sæti í öryggisráði sameinuðu þjóðanna. Við afþökkuðum og myndum líklega gera það enn í dag.
* Það hefði aldrei komið til þorskastríðsins við Breta
– Já Bretar hefðu sko verið hræddir við 10.000 manna herinn okkar. Og unnum við ekki þorskastríðið?
* Við munum taka verndartolla af Færeyingum. Við verðum svipað og Bandaríski herinn er fyrir okkur núna.
– Þetta er nú bara brandari. Eiga Færeyingar nú að fara að borga okkur fyrir að “vernda” þá. Fyrir hverjum ættum við að geta varið þá fyrir, verandi með meginhluta hins 10.000 manna hers á Íslandi? Skæruliðaárásum frá Andorra?
* Ef við munum innleiða herskyldu meðal barna 16-17 ára mun agavandamál í skólum heyra sögunni til.
– Já, og púnktur búið. Hugsaðu þér hvað myndi gerast ef þú myndir kenna þessum hálfvitum sem eru að leika sér að því lemja fólk niðrí bæ um helgar að meðhöndla byssur. Jú, agavandamálin myndu heyra sögunni til, vandræðagemsarnir myndu smátt útrýma hvorum öðrum.
ps. Ég held að agavandamálið sem virðist vera í þjóðfélaginu eigi sér dýpri rætur en svo að það sé hægt að losna við það með 6 mánaða hernámi. agavandamál eru viðvarandi niður í 6 ára bekk (líttu til dæmis á strætóskýlið næst heimili þínu, helduru að það sé fullorðið fólk sem er að spreya á það og eyðileggja allt í því sem eyðilagt verður?
* Ef við erum snjöll getum við framleitt gereyðingarvopn sem við seljum síðan úr landi og græðum stórfé.
– Þetta er ekki svara vert. Hverjum eigum við að selja vopnin? skæruliðum? Írökum? Palestínumönnum? Milosevic?
* Erlendir þjóðarleiðtogar munu ekki hafa eitthvað smá stopp hérna á flugvellinum, þeir munu flykkjast til landsins og dvelja hér í
a.m.k. viku!
– Já, þeir koma hérna og skoða landið í viku afþví að við erum með 10.000 vitleysingja klædda upp í græna búninga. Og fyrir utan það, er eitthvað lykilatriði að fá erlenda þjóðhöfðingja til að stoppa hérna lengi?
Sprengja. – kínverji
Ps. Ég lagði mikla vinnu í þessa grein og mun brjálast ef ég sé þetta á korkinum.
–
ef þú lagði mikla vinnu í þetta langar mig að sjá grein sem þú leggur litla vinnu í…
kveðja,
thom