Hvernig væri að þið færuð nú að væla yfir því sem Alþingismenn sjálfir segja, frekar en flokkar þeirra?
Sem dæmi. Ég hef andstyggð á Davíð vegna þess að ég tel mig sjá í gegnum hann. Hann situr og rymur aðeins þegar eitthvað sem honum mislíkar fer í umræðu, en að öðrum kosti reynir að halda í þessa óþolandi “þroskaðs manns” ímynd sína, og almennt virðist það vera skoðun hægri-manna að sá sem heldur kjafti sé með mestu viti. Hvaða rök þessi kenning hefur við að styðjast sé ég ekki. Frasar eins og “Bylur hæst í tómri tunnu” *eru* frasar og hljóma vel og ber ekki að taka mark á þeim bara vegna þess að þeir eru svalir. Sjálfstæðismenn virðast einmitt vera oft í þeim leik… að vera svalir. Til dæmis þessir þroskaleikir Davíðs, línur á borð við “Svona gera menn ekki” þegar það átti að skattleggja ekkjur og ekkla sem voru að fá laun látinna eiginmanna eða eiginkvenna sinna, sem er ekki hægt að kalla neitt minna en vel rausnarleg laun. Ég vil taka fram að ég er ekkert sérstaklega hlynntur þeim skatti, né þá á móti honum, en þessi lína hans Davíðs fór ferlega í taugarnar á mér.
En þá um vinstrimenn. Ég skila sjálfur auðu eins og er, og mun gera þar til þess flokkakerfi fellur… sem ég býst reyndar ekki við að gerist nokkurn tíma. Ég tók eftir Sigurjóni Sigfússyni löngu áður en hann byrjaði í þessu framapoti sínu og hef ég haldið upp á þann ræðumann æ síðan. Aftur á móti eru, *hóst*, þið afsakið, FÁVITAR eins og hún Kolbrún sem eru í sama flokk sem eru einmitt, bara að nöldra og væla yfir hlutum sem skipta ekki einu einasta máli, af því að þeim “finnst” eitthvað vera svona eða hinsegin. Svona er ég algerlega með Sigurjóni, en algerlega gegn Kolbrúnu. Þess vegna skila ég auðu frekar en að kjósa VG.
Það má eiginlega segja sömu sögu af Sjálfstæðisflokknum, þó. Davíð hef ég andstyggð á eins og ég hef tekið fram áður, en Björn Bjarnason finnst mér oftar en ekki koma með prýðilega punkta og tel ég hann vera að gera starf sitt vel sem Menntamálaráðherra. Sigurjóni er ég einstaka sinnum ósammála, en Birni reyndar oftar. Sem dæmi þetta fáránlega mál með skattlagninguna á tómum geisladiskum og það. Þar var ég alger andstæðingur Bjarnar, en hann gerir margt gott, kallinn.
Og já… einkunnagjöf? Athugið að þessar einkunnir eru ekki tákn um hversu oft ég er sammála þessu fólki.
Davíð: 0 (That's right! NÚLL! Jújú, maður er sammála honum stundum, en ég er á móti því sem ég tel vera forsendur hans.)
Sigurjón: 8
Kolbrún: 1 (Ef hún hefur hundsvit á því sem hún er að tala um kemur fyrir að það komi orð af viti inn á milli. En þetta er einn, athugið það.)
Björn: 6.5 (Hann var með 7 þar til hann fór actually að verja reglugerðina sína hérna um daginn. Hækkar líklega aftur seinna.)
Og já! Rífið mig nú í ykkur, vinstri- sem hægrimenn! ;)