Hreint lýðveldi aftur á móti er þegar allur lýðurinn greiðir atkvæði um allar tillögur og meirihlutinn ræður. Þessháttar lýðræði þekktist t.d. hjá Aþenubúum til forna og er stundað enn þann daginn í dag í ýmsum félögum.
Í dag fer stjórn landsins ekki eftir góðum hugsjónum og gáfulegum tillögum að lögum heldur hversu góðir samsærismenn stjórnmálamenn eru og hversu vel þeir koma fyrir í sjónvarpi.
Þetta stjórnunarform, fulltrúalýðveldi, barst til íslands frá danmörku, þangað kom það frá þýskalandi sem svo aftur tók uppfinninguna upp frá byltingarmönnum í frakklandi. Þetta er mjög ónákvæm söguyfirferð, ég veit það, en ég vil bara benda á að þetta er kerfi sem er uppfundið af mönnum og þessvegna ekki heilagt og alveg hægt að gera það fullkomnara ef vilji væri fyrir hendi.
Það versta er að til þess að breyta þessu, án þess að gera blóðuga byltingu, væri með lagasetningu og það er ekki líklegt að stjórnmálamenn séu tilbúnir til að láta draga úr völdum sínum, þannig að ég er bara að dagdreyma. En, í skáldsögu mundi ég láta þetta, að allur landslýður kjósi um allt, gerast í þremur þrepum.
Fyrst væri komið upp símanúmer, álíka símanúmerinu sem gredd eru atkvæði í eurovision, og í það væri hægt að hringja og kjósa um öll lagafrumvörp sem lögð eru fram á alþingi. M.ö.o. þjóðarskoðanakönnum um öll lagafrumvörp. Þetta hefði ekki neitt lagalegt gildi en þarna hefðu stjórnmálamenn hliðsjón af vilja þjóðarinnar og gætu tekið það í reikninginn ef þeim sýndist svo.
Næst væri fært upp eitthvað kerfi sem tryggði eitt atkvæði per einstakling. T.d. með því að nota fingrafara eða sjáöldurs greiningartæki sem tengt væri við símann, eða þá raddgreiningu. Það væri til að hafa mikið öryggi en væri ekki endilega nauðsynlegt, einfaldast væri að hver fengi sitt lykilorð. Svo væri sett í lög að ef yfirgnæfandi meirihluti lýðsins, t.d. 75% væri ósammála meirihluta alþingis þá gætu lög ekki gengið í geng.
Síðasta þrep væri að taka völdin af stjórnmálamönnum. Kerfið myndi líta út svipað og það gerir núna og stjórnmálamenn hefðu áfram mikilvægt hlutverk, þ.e. að marka stefnuna með því að koma með tillögur að lögum. Hinsvegar væri það lýðurinn sem kysi um bókstaflega allt og það væri hann sem réði öllu. Þá væri eina vinna stjórnmálamanna að hlusta á fólkið í kjördæmum sínum og koma með gáfulegar tillögur að lögum. Miklu sniðugra.
Þetta er fríið þitt. Þegar þú deyrð þarftu að mæta í vinnuna aftur.