Jæja.

22/7 2004 er fjölmiðlafrumvarpið eða eins og sumir kalla fjölmiðlafumvarpið dregið til baka.

Ríkisstjórnin hefur orðið sér að aljörri viðundri.

Landsmenn hafa líka ..loksins.. séð hverslags vinnulag var viðhaft af hálfu ríkisstjórnarinnar. Ekki bara einungis í þessu máli heldur fjölmörgum öðrum málum.

Um hvað snérist málið: Nefnilega það að fólk mótmælti valdníðslu og valdhroka Davíðs Oddsonar.

Hafi ég verið í örlitlum vafa um réttarstöðuna í málinu, þá var þeim örlitla efa eytt algjörlega þegar Steingrímur J. Sigfússon fór yfir sögulega tilurð Stjórnarskrárinnar. Ekki einungis fræðandi umræða heldur einnig nauðsynleg til að skilja málið til hlítar.

Össur Skarphéðinsson var einnig með mjög góða ræðu, Guðjón A. Kristins einnig. Ögmundur, Mörður og síðast en ekki síst varaformaður Frjálslynda flokksins, sem hefur vaxið undanfarið.

Fjölmiðlafrumvarpið er dregið til baka: snautleg niðurstaða fyrir ríkisstjórnina, en hver er niðurstaðan í raun? Hver er réttarstaðan í raun?

Hér kemur hún og nú má fólk virkilega opna augu, og skilningarvitin……

Eins og Steingrímur J. Sigfússon sannaði með ótvíræðum hætti: Ríkisstjórnin hefur ekki heimild til að grípa inn í mál, eftir að máli hefur verið synjað undirritunar af forseta lýðveldisins.

Þessu færði Guðjón og Össur einnig ágæt rök fyrir, en Steingrímur fór á þvílíkum kostum í þessum málfluttningi að aðrir komust vart með tærnar þar, sem að hann hafði hælanna!!

Síðan kemur Magnús varaformaður Frjálslyndra og bendir á það að þegar þingmenn hefja störf, þá er það svo að þá gangast þingmenn undir eið. Það er þingmenn heita því að þeir muni ekki brjóta stjórnarská lýðveldisins íslands.

Hvað þýðir þetta á mannamáli?

Jú þetta þýðir nokkuð, sem að fæstir hafa gert sér grein fyrir.

Allir stjórnarþingmennirnir bæði þeir 32 sem greiddu atkvæði með því að fjölmiðlalögin væru dregin til baka, og einnig þeir sem að samþykktu lögin, því að þau ganga einnig gegn stjónrarskránni.

Hvað þýðir þetta: Allir 32 þingmennirnir, greiddu þessu máli atkvæði hafa fyrirgert rétti sínum til að sitja á Alþingi Íslendinga!! Æfilangt!!!!!!!

Ríkisstjórnin er því fallin, það verður að ganga til kosninga, því að annars þurfa varamenn viðkomandi þingmanna að taka sæti.