Upphafið að endalokunum.
Loksins eftir þrettán löng ár hillir undir það að við séum að losna við Davíð Oddsson úr stóli forsætiráðherra. Það eru farin heil þrettán ár með þennan ofmetnasta stjórnmálamann Íslandssögunar. Ég man enn þegar að hann feldi æskuvin sinn Þorstein Pálsson úr formannsstóli Sjálfstæðisflokksins vorið 1991 og tróð sér þannig inn á framboðslista. Ég man enn þegar að Davíð var orðinn forsætisráðherra haustið 1991 og var dauðadrukkinn í Leifstöð að taka á bridgelandsliðinu og sagði “skál, Bermundaskál.”Þar slapp hann við að segja af sér, enda þótt við höfðum ekki vanist því að sjá forsætisráðherra okkar slagandi af drykkju á almannafæri. Sá atburður gaf tóninn. Hann gaf tóninnn fyrir það sem koma skyldi og er eitt mest einkennandi fyrir Davíð Oddsson. AÐ FARA EKKI EFTIR ÞVÍ SEM AÐRIR HAFA GERT OG GERA ALLT Á SINN HÁTT. Við höfum síðan mátt þola hvert ofstækis og þjösnabragðið á fætur öðru. Þjóðhagsstofnun, spáði ekki nógu vel. LÖG NIÐUR. Biskupinn talaði um fátækt. PRESTURINN Á ÞINGVÖLLUM REKINN BURT. Forseti kosinn sem að ekki var Davíð þóknanlegur. SKRIFSTOFA FORSETANS FLUTT ÚR STJÓRNARRÁÐINU. Og þannig gæti ég haldið áfram. Alltaf er Davíð að hefna sín og alltaf hefur hann rétt fyrir sér. Í hverju einasta viðtali þá er hann að gera lítið úr skoðunum annara og alltaf veit hann það sem best er. Ekki ætla ég að fara mörgum orðum um fjölmiðlamálið. Það er allt úr höfðinu á einum manni Davíð Oddssyni. Í þrjá mánuði hafa hugarórar Davíðs og hreinlega þráhyggja riðið röftum. Það er ekki einu sinni hægt að njóta sumarsins. Hann er á góðri leið með að eyðileggja það. Ekki getur Davíð skilið neitt og ekkert getur hann lært. Hann er enn í sömu sporum og haustið 1991 þegar að hann hrópaði “SKÁL, BERMÚDASKÁL” í Leifsstöð. Hann telur sig óbundinn af öllum hefðum, venjum og LÖGUM og STJÓRNARSKRÁ. Hann fer og hittir Bush og segir: MÁLIN Í ÍRAK ERU Á RÉTTRI LEIÐ OG ÁSTANDIÐ ER ÞAR BETRA. Þetta segir hann ekki í umboði okkar, þetta er eins og með fjölmiðlamálið, þetta er þráhyggja eins manns sem að ekki getur leikið með eftir reglum og hefðum, heldur þarf að þjösnast áfram og böðlast yfir allt og ekkert. Davíð Oddsson er ógæfa, hann er ógæfa Íslands og hann mun fara sína leið i sögunni sem einhver valdsjúkasti og freklyndasti forsætisráðherra, með þannig framkomu og takta að minnir á vitstola mann. En núna gæti verið að það væri farið að sjá í endalokin, það er ekki bara það að 15 september nálgist, heldur nálgast það að þessi auma og vesæla ríkisstjórn fari að leysast upp í það sem hún er: EKKERT. ALLS EKKERT. Það er lýsir þessari stjórn, hún er pestsjúk, kasúldin og spillt. Eins og gamlar matarleyfar, iðandi af möðkum, svikin loforð, lygi, spilling og aumingjaháttur. Að ólgleymdri þráhyggju og ofsa sem að Davíð hefur kennt sjálfstæðismönnum, þannig að þegar einn talar þá tala þeir allir. Skoðanalausir, smekklausir, fanatískir og ósjálfstæðir. En núna er farið að sjá í endalokin, þessi ríkisstjórn á ekki langt eftir og þegar við fáum færi á að kjósa, þá vil ég aðeins segja: EKKI GLEYMA. Ekki gleyma því hvernig Davíð Oddsson hefur hegðað sér og hans kónar. REFSUM ÞEIM í næstu kosingum sem að styttra er í en marga grunar, og vonandi fer Davíð Oddsson sem lengst, sem fyrst og vonandi kemur hann ALDREI AFTUR.