Það er mjög athyglivert að einungis 20,05% landsmanna mótmæltu ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar varðandi það atriði að synja fjölmiðlalögunum staðfestingar.
Þetta er mjög athygliverð skilaboð.
Þrátt fyrir mjög stífan áróður sérstaklega forsætisráðherra, þar sem hann hélt því fram að forsetinn væri vanhæfur til að synja lögunum staðfestingar er eftirtektarverð.
Morgunblaðið var í fylkingarbrjósti meðal fjölmiðla og rak áróður fyrir því að fólk skilaði auðu í kosningunum.
Þetta er auðvitað þvílík rassskelling fyrir Davíð Oddson og Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn, að það hálfa er nóg.
Innan raða þessara flokka í síðustu kosningum var vel yfir 50% fylgi meðal landsmanna einungis um það bil 12 % kjósenda höfðu fyrir því að mótmæla með formlegum hætti. Reiknað þannig út að uþb 60% kjósenda kusu sinnum 0,2 eða 20%.
Gera má ráð fyrir því að langflestir kjósendur hafi haft fyrir því að sýna skoðun sína í verki. Dræm þátttaka í kosningunum sýnir að fólk hefur treyst því að Ólafur fengi örugga kosningu.
Varðandi aðra þátttakendur í forsetakosningunum, taldi undirritaður að Ástþór hafi komið sínum málum vel til skila síðustu daganna fyrir kostningar, ég taldi að skýringar hans á tómatsósutilburðum sínum fyrir réttinum orsakaðist af mótmælum fyrir umboðslausu samþykki stjórnvalda á drápum á saklausu fólki í Írak. Enginn þarf að efast um að Saddam Hussain sé óþverri.
Varðandi Baldur þá var það hreinlega raunarlegt að hlusta á manninn ræða um það að það hafi komið honum á óvart að verða ekki kosinn. Það sýnir mér það að hann er algjörlega úti á túni.
Óheppilegt er meira að segja að hafa hann sem Vara-forseta…
Núna liggur fyrir dyrum að fram fari kosningar varðandi fjölmiðlafrumvarpið. Flestir eru sammála um það að í kringum fjölmiðla þurfi að hafa tiltekinn ramma.
Hins vegar er það ljóst að Davíð Oddson hefur einungis 12% fylgi meðal þjóðarinnar í því að troða í gegnum þingið illa unnu frumvarpi, sem hefur þann eina tilgang að koma höggi á eitt tiltekið fyrirtæki. Nefnilega Baug.
Forsetakosningarnar sýna einnig ljóslega að það er enginn innan raða Framsóknarflokksins hvað þá Sjálfstæðisflokksins sem hefur tærnar þar sem Ólafur Ragnar hefur hælanna hvað varðar mannkosti sem gera það að verkum að fólk treystir honum fyrir því mikilvæga embætti.
Þetta þýðir einnig að sá skætingur, sem Davíð Oddson viðhafði í sínu Drottningarviðtali hjá RÚV gagnvart forsetanum er í rauninni fordæmdur af íslensku þjóðinni. Árásirnar gagnvart forsetanum hafa einungis afhjúpað fyrir þjóðinni hvert eðli Davíðs Oddsonar er. Þegar þjóðin komst að því að Davíð lét sér í léttu rúmi liggja að ráðast á Ólaf Ragnar og hans fjölskyldu í “Drottningarviðtali” þá skaut hann einungis sig sjálfan í fótinn.
Drottningarviðtöl Davíðs sýna einnig að hann telur sig yfir alla gagnrýni hafinn. Þjóðin er greinilega ósammála honum í því sambandi.
Trúverðugleiki Davíðs Oddsonar nær einungis til 12% þjóðarinnar.
Hvað þá framkomu Halldórs Blöndals. Það er hreinlega hlegið að þessu liði.
Þetta er einnig reiðarslag fyrir Halldór Ásgrímsson, sem er léttvægur fundinn. Þrátt fyrir að Halldór sé til í nánast allt til að verða forsætisráðherra. Halldór gagnrýndi harðlega Ólaf Ragnar, hins vegar er þjóðin ljóslega annarar skoðunar.
Þetta segir mér tvennt: annars vegar er tími Davíðs Oddsonar í stjórmálum liðinn, og vinnubrögðin ekki þjóðinni að skapi. Hins vegar þá hefur þjóðin engan áhuga á því að fá Halldór Ásgrímsson í forsætisráðherrastólinn.
Niðurstaða forsetakosningar er dómur yfir ríkisstjórninni.
Dómsorðið er: Ríkisstjórnin er vanhæf og ráðherrarnir allir.
Það þarf að boða aftur til kosninga til Alþingis……