AFG, þeir hæfustu hljóta að mega njóta ávaxtar erfiðis síns án þess að þeir séu lamdir niður í nafni jafnréttis. Rétt er það að BNA er ansi skemmt en ekki ónýtt.
Hefur einstaklingurinn ekki efni á frelsi? að ráða sér sjálfur? en segðu mér þá hvernig einstaklingar hafa efni á að ráða yfir öðrum einstaklingum, eru pólitíkusar svona guðir sem vita allt?
Frjálshyggja er mannréttindastefna, frelsi hlýtur að vera mannréttindi. Eignaréttur er af hinu góða, ef einhver á eitthvað þá verndar hann það, ef enginn á hlutinn þá hirðir enginn um hann og hver sem er getur mengað eða eyðilagt hann. frelsi til að gera án þess að skaða er mottó frjálshyggjumanna, td ef einhver skaðar náttúruauðlyndir í nafni eignarréttarins þá er sá aðili ekki að skaða náttúruna með frelsi sínu, það gengur þvert á móti hugmyndum frjálshyggjumanna.
Þeir sem vilja lifa af ríkinu gleyma að ríkið lifir af þeim.
Hér hefur mikið verið rætt um frjálshyggju og hvað hún er vond og ljót, ég tel að fólk eigi að líta aðeins í bók áður en það dæmir.
En hvað með vinstri stefnuna (stefnunar)? hvernig er hún hérna á íslandi? sú stefna sem er ríkjandi í dag er pjúra forsjárhyggjustefna. Kolbrún H. vill til dæmis henda fólki í fangelsi í fjögur ár fyrir að nýta sér síma-sex þjónustur, eins og henni komi það eitthvað við hvort palli jóns runki sér í símanum. Svo á að steypa alla í sama mótið í 12 ára samfelldri skólagöngu, þangað til að einstaklingurinn er orðinn nógu forritaður til þess að hægt sé að arðræna hann helmingi tekna hanns það sem hann á eftir ólifað. Þeir vilja þetta sterka og stóra soviet ríkisbákn, þar sem ríkið stjórnar öllu og engir framtakssamir einstaklingar fá að njóta sín.
smá húmor í endann:
“The government is good at one thing…it knows how to break your legs, and then hand you a crutch and say ‘see if it weren’t for the government you wouldn't be able to walk.'”
-Harry Browne