Upp á síðkastið hefur margt gertst í íslensku stjórmálalífi og ber þar hæst það að forseti íslenska lýðveldisins Hr Ólafur Ragnar Grímsson neitaði að skrifa undir fjölmiðlalögin. Mig langaði af þessu tilefni að sýna fram á tengsl milli Ólafs og marga menn/konur sem tengjast á einn eða annan hátt Baugi.
Byrjum á tengslum Ólafs og við Sigurð G. Guðjónsson. Eins og flestir vita er Sigurður G. Guðjónsson forstjóri Norðurljósa sem eru í eigu Baugs. Einnig er Sigurður formaður stuðningsmannafélags Ólafs Ragnars. Því er hann þarna nátengdur Ólafi og ætti þetta að vera nóg til að gera Ólaf óhæfan í þessu máli.
Svo koma tengsl dóttur Ólafs, Tinnu sem starfar hjá Norðurljósum en hún hefur einmitt verið harður baráttumaður á móti frumvarpinu og hefur þannig haft áhrif á föður sinn í þessu máli.
Tengsl Baugs við Ólaf. Talið er að Baugur hafi fjármagnað kosningabaráttuna hans árið 96 og var það mikill kostnaður en Baugur greiddi það út fyrir hann Ólaf. Þetta er einn eitt dæmið sem á að gera hann óhæfan í málinu. Og það sjá allir hvað kæmi sér illa fyrir Baug ef hann myndi neita að staðfessta fjölmiðlalögin því Baugur er jú aðaleigandi Norðurljósa.
En mín skoðun er sú að Ólafur sé algerlega vanhæfur í þessu máli og átti ekki að fá að dæma um þessi lög og ég vona að nú verði þessi réttur tekinn úr stjórnarskránni. Einnig hló ég mig máttlausan þegar ég heyrði hann í viðtali við Stöð 2 um daginn þegar hann sagði að hann hefði tekið þessa ákvörðun alveg upp á eigin spýtur og að hann væri ekki að gera embætti sitt pólitíst. Hann er svo sannarlega að gera það núna með því að varpa sprengju á íslenstk stjórnmálalíf með því að neita að skrifa undir en maðurinn gat ekki gert það eftir öll tengslin við norðurljós og co. Einnig finnst mér skelfilegt hvernig fjölmiðlarnir undir eigu Baugs (Stöð 2, Dv, Fréttablaðið) hafa einbeitt sér að því að rakka niður ríkistjórnina og forsætisráðherran og fleiri sjálfstæðismenn þess vegna þarf að setja lög þannig að menn geti ekki hagað sér eins og vittleysingar. Vonandi greiða menn atkvæði með fjölmiðlalögunum í þjóðaratkvæðagreislunni. Það þarf að setja þessi lög í gagnið.
Einnig svo ég er byrjaður að tala um tengsl milli þessara og hinna þá hefur verið sýnt fram á að Samfylkingin sé undir verndarhendi Baugs og fær þaðan fjármagn og einnig tengsl milli Jóns Ólafssonsar í Norðurljósum við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttir og það ætla ég að sýna fram á með bréfi sem birsti á heimasíðu hæstvirtar menntamálaráðherra Björns Bjarnassonar www.bjorn.is
Hér kemur bréfið: Af heimasíðu Björns Bjarnasonar:
Hér birtist bréfið frá 13. maí 2002 í heild. Það er Stefán Jón Hafstein, sem er ávarpaður:
„Heill og sæll,
ég rita þér þessar línur í þeirri von að svör fáist frá þér.
Ég hef reynt að senda tölvupóst á ISG [Ingibjörg Sólrún Gísladóttur] vegna málsins en annað tveggja skilar pósturinn sér ekki eða ISG kýs að svara ekki erindinu.
Þetta snýst um fullyrðingar framkvæmdastjóra Samfylkingar sem lúta að fjárstuðningi Jóns Ólafssonar við ISG/R-listann.
Forsagan í stuttu máli er sú að í aðdraganda formannskjörs Samfylkingar fyrir nokkru, lét ég tilleiðast og gekk í Samfylkinguna og fékk þar með atkvæðisrétt, allt af greiðasemi við ÖS [Össur Skarphéðinsson]. Ekkert til að skammast sín fyrir og algengt hjá þeim sem í slíku standa, þ.e. að smala.
Þegar formannskjör var yfirstaðið, dróst hjá mér að segja mig úr flokknum, því ekki stóð til að vera þar áfram af vissum ástæðum.
Þegar svo í aðdraganda kosninga nú fóru að berast bréf og gíróseðlar o.fl. ákvað ég að senda framkvæmdastjóra Samfylkingarinnar formlega úrsögn. Þar setti ég fram ákveðnar skýringar sem tengjast Jóni Ólafssyni og meintum fjárstuðningi hans við stjórnmálaaflið. Skýringar sem líka tengjast störfum mínum fyrir fyrirtæki Jóns Óalfssonar og svikum hans.
Framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar [Björgvin G. Sigurðsson núverandi alþingismaður] hafði samband við mig í síma um leið og honum barst úrsögnin og kvaðst vildi leiðrétta þetta bull í mér, eins og það var orðað, Samfylkingin hefði ekki fengið krónu frá Jóni Ólafssyni og oftar en einu sinni afþakkað allan stuðning úr þeirri áttinni. Framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar fullyrti hins vegar þegar ég maldaði í móinn að ISG hefði jú vissulega þegið umtalsverða fjármuni úr vasa Jóns Ólafssonar. En Hún kæmi Samfylkingunni og þar með R-listanum ekkert við og mætti alls ekki setja það undir sama hattinn í þessu máli, þ.e. umfjöllun um borgarstjórnarkosningar og fjármál.
Gott og vel en ljótt ef satt er - hafi ISG þegið verulega fjármuni úr vasa Jóns Ólafssonar þá þykir mér það undarlegt. Þessi sami Jón Ólafsson er nefnilega að svína á fyrrverandi starfsfólki sínu, hefur ekki staðið skil á launum eða öðru slíku svo mánuðum skiptir, eða frá því í september 2001. Vitaskuld eru allir gengnir út, allt klabbið komið í lögfræðiinnheimtu og þar tefur sá hinn sami Jón Ólafsson málið með öllum tækum ráðum.
Síðasta útspil hans og jafnframt það subbulegasta sem ég hefi heyrt um dagana er tilboð til lúkningar kröfum. Þeir settust nefnilega niður félagarnir Jón Ólafsson, Kristjánn Jónsson og Sigurður G. Guðjónsson og reiknuðu út hve mikið Ábyrgðarsjóður launa greiddi ef þeir létu fyrirtækið sem ég og fleiri unnum hjá, fara í gjaldþrot. Þá sömu tölu og þeir fengu út buðust þeir til að greiða mér og ekki krónu meir eins og það var orðað. Þetta er siðferðið sem þar er stundað. Svo þú sjáir hver munur er á \“tilboði\” Jóns Ólafssonar og raunverulegri kröfu minni þá stóð hún í 3,3 milljónum króna um miðjan mars en \“tilboðið\” hljóðaði upp á að greidd yrði rösklega 1,1 milljón.
Skýrt liggur fyrir að engum lið kröfunnar hefur verið mótmælt og því ekki hægt að lækka hana af þeim sökum.
Nú kanntu að velta því fyrir þér hvers vegna þú fáir þessar upplýsingar. Jú, þetta snýst um siðferði og heiðarleika. ISG hefur eftir því sem framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar fullyrti, þegið umtalsverðar fjárhæðir beint frá Jóni Ólafssyni á sama tíma og hann stundar slíkt athæfi eins og ég lýsti, ekki einasta að hann svíni á starfsfólki sínu heldur gerir maðurinn út á Ábyrgðarsjóð launa.
Er þetta það siðferði sem þið hjá R-listanum samþykkið og teljið til eftirbreytni ?
Að halda eftir launum starfsmanna eins fyrirtækis Jóns Ólafssonar og setja a.m.k. þá upphæð í kosningasjóð hjá R-listanum er að mínu mati afar undarlegt framferði, svo ekki sé meira sagt.
Svo er auðvitað allt annað mál og alvarlegra þegar kemur að þiggjendum fjárins. Vill eitthvert stjórnmálaafl binda trúss sitt við slíkan hæl, svo ekki sé fastar að orði kveðið ?
Vænt þætti mér um að fá einhver svör frá þér hið allra fyrsta. Ég tel rétt að önnur framboð og sömuleiðis almenningur viti af þessu máli og öðrum sem tengjast Jóni Ólafssyni, þar sem fyrir liggur að hann er verulega stór styrktaraðili R-listans/ISG, og vísast þar enn og aftur til fullyrðinga frmakvæmdatsjóra Samfylkingarinnar.
Virðingarfyllst,
Þröstur Emilsson“
Hér hafiði það gott fólk takk fyrir mig í bili og vona þið hafið opnað augun núna eftir þessi skrif mín takk fyrir.