Jæja eftir að hafa verið að eyða miklum tíma í að lesa um STEF og allt sem tengist því þá hef ég fengið nóg og þarf að tjá mig aðeins um það í von um að komast að því hvað aðrir hafa um það að segja.
Allt í lagi við tókum STEF gjöldunum bara eins og sjálfsögðum hlut þegar þau voru sett á tómi geisladiskar hækkuðu í verði og allir virtust bara sáttir nema smá minni hluti sem ég man eftir sem tjáði sig aðeins um málið, Núna er svo komið að ég tók samann hjá sjálfum mér að ég hef verslað 100 tóma diska á þessu ári ég er búinn að nota 46 diska og hef ég skráð öll gögn sem ég hef sett inn á diskana til þess að kanna hvort að það komi eitthvað lag inn á þá nú svo er staðann að það er tónlist á 3 diskum og þá eingöngu erlend tónlist, ég hef það ekki alveg á hreinu hvað STEF gjaldið á diskana er og ekki eru upplýsingar um það á heimasíðu STEF (www.stef.is) en þar er aftur á móti að finna gjaldskrá um allt annað og við það að skoða hana þá held ég að STEF sé bara mjög vel rekið :) en segum að það sé 30kr eins og ég hef heyrt frá verslun sem selur tóma diska þá er ég búinn að borga 100x30kr = 3000kr en þar sem ég hef bara sett tónlist á 3 diska þá ætti ég í raun að hafa borgað bara 90kr. Hverig stendur á því að þetta standist lög og stjórnarskrá skil ég ekki því að mínu mati er þetta bara eins og ég væri að kaupa eitthvað í búð sem kostar 90kr en borga fyrir það 3000kr af því að afgreiðslumaðurinn svindlaði á mér. Eina sem mér dettur hreinlega í hug er það að eina leiðin til þess að loka á STEF er að fólk leggist á eitt samann og vinni gegn þessu orð eins mans duga hreinlega ekki sama hversu ruglaður hann er það þarf að standa samann til þess að vera sterkari en ríkisstjórnin. Eg hef rætt þetta mál við virtan og þekktan lögfræðing sem er tilbúinn að vinna í því að finna eitthvað í stjórnarskrá eða lögum sem gæti komið hjálpað til við að laga þetta mál svo mín helsta spuring til ykkar sem lesa hérna er sú “Ertu til í að hjálpa við að loka á STEF” endilega látið heyra í ykkur hérna á huga svo ég geti séð hver staðan er á fólki um þetta :)