Jæja er nú svo komið að Reagan batt enda á “kalda stríðið”. Þetta er seinni tíma “sögu hliðrun” ef ekki beinlínis fölsun.
Það var ekki markmið Reagans að binda enda á Kalda stríðið heldur akkurat hið gagnstæða þegar hann hóf þann mesta fjáraustur til hermála sem um getur frá lokum seinni heimstyrjaldar. Hann ætlaði ekki að binda enda á neitt heldur skjóta USA langt fram úr USSR í hernaðarmætti og kæla þannig Kalda stríðið ef eitthvað.
Eru menn búnir að gleyma Stjörnustríðs áætluninni sem varð dýrasta ónothæfa hugmyndin í sögu mannkyns.
Það að Sovétmenn segðust ekki ætla að taka þátt í þessu boðhlaupi Reagans, þeir hefðu einfaldlega ekki efni á því, leiddi hinsvegar að lokum til falls Sovétríkjanna. Að það skyldi gerast kom jafn flatt upp á Bandaríkjamenn og aðra.
Reyndar var það hið versta sem gat gerst. Óvinurinn hvarf! Hugmyndafræði Rebúblikana er eins og fiskur án vatns ef enginn er óvinurinn. Hann verður að vera til staðar, raunverulegur eða ímyndaður, og ef hvorugt er, þá skapa þeir hann sjálfir.
Flestir núverandi “óvinir” Bandaríkjana eru skapaðir af þeim sjálfum, Saddam svo og flest öfgasamtök Araba nutu fjárframlaga frá þeim meðan það hentaði, uns þeir snérust gegn þeim. Nú moka bandaríkjamenn fé í ný samtök sem sagan segir að muni á endanum snúast gegn þeim. Þannig hefur þetta verið og verður sennilega um ókomna tíð.
Hvað Reagan varðar var hann 69 ára þegar hann tók við embætti og 77 ára þegar hann lét af því.
Hann var þegar við valdatökuna farin að kenna Parkinsonsveikinar enda var úthald hans og vinnusemi með eindæmun lág. Hann vann aðeins 3 til 4 tíma á dag, miðað við 10 til 14 tíma vinnudags annara forseta. Hann var á tíðum út á þekju, svaraði í suður þegar hann var spurður í norður o.s.f.v.
Steingrímur Hermannson segir í ævisögu sinni að móttaka var á Bessastöðum fyrir Reagan og Gorbatsjov þegar leiðtogafundurinn var haldinn hér á landi. Steingrímur hélt smá tölu um fækkun kjarnorkuvopna á höfunum sem var þá efst á baugi. Þegar hann hafði lokið máli sínu var eins og fát kæmi á Reagan, hann rótaði í vösum sínum, dróg að lokum upp miða sem hann las síðan af: “Já hr. forsætisráðherra, mér er það sönn ánægja að tilkynna þér að Flugleiðir munu fá leyfi til að fljúga milli Keflavíkur og Boston.”
Margar áþekkar sögur hafa flogið af Reagan enda maðurinn sjúkur.
Svo leyfa menn sér að halda því fram nú þegar hann er genginn að hann hafi verið einn merkasti forseti Bandaríkjanna. Þvílík öfugmæli, en fjarlægðin gerir víst fjöllin blá.
En það eru dauðakippirnir í Bush stjórninni sem valda því að reynt er af ýtrasta mætti að ferga ímynd Reagans til að hefja þannig upp glataða og tröllum gefna ímynd Bush. Þeir hefðu kanski átt að urða Bush en dubba líkið af Reagan upp í framboð í stað Bush. Það hefði vel getað gengið því það er álitamál hvort Reagan sé nokkuð dauðari núna en á meðan hann var forseti.
Lotti.