Evdoxus:
“…ekki vegna þess að hann hefur
kynnt sér frumvarpið til hlítar, heldur vegna
þess að fjölmiðlar hafa framkvæmt algeran
heilaþvott á íslensku þjóðinni.”
Ég vil minna fólk á að Stöð Tvö er ekki eina sjónvarpsrásin sem flytur fréttir, né heldur Bylgjan eina útvarpsrásin. Reyndar ef mér skjátlast ekki er bæði meira hlustað og horft á rásir RÚV, sem er í eigu ríkisins og stjórn að mestu setin af, já, einmitt, sjálfstæðismönnum.
“Það vita allir landsmenn,
að Davíð er enginn hálfviti. Ef hann væri
hálfviti, þá væri hann ekki formaður
sjálfstæðisflokksins. Enginn stjórnmálaflokkur
vill hafa hálfvita sem formann.”
Ja… það er annar möguleiki, kannski er meirihluti Sjálfstæðismanna hálfvitar. Bara smá pæling.
“Einnig er hann ekki geðveikur, því að annars væri hann á hæli.”
Hahahaha! Þá geturðu nú líka áreiðanlega sagt: “Nei Siggi minn, þú ert ekki veikur, því annars værirðu á spítala.”
"Davíð Oddsson og hans flokkur hefur stýrt
ríkisstjórninni og það er meðal annars henni
að þakka, hversu gott Ísland er í dag[...]hér áður fyrr lifði fólk í litlum kofum og mokuðu í sínum eigin úrgangi, þar á meðal
í sínum eigin skít.
Það var einmitt þannig fyrir rúmum þrettán árum síðan, áður en Davíð Oddsson tók við ríkisstjórn, að foreldrar mínir bjuggu í torfkofum úti við strandir og lifðu á eigin skít.
Get real, þessi skyndilega upphefð Íslendinga(sem varð reyndar fyrir miklu lengra síðan en 13 árum eins og allir vita) er miklu meira að þakka heimsstyrjöldinni heldur en Sjálfstæðisflokknum. “Eins dauði er annars brauð” segja þeir víst.
“Menn hætta sér of oft inná þá braut að vera í
sífellu að telja upp alla vankanta þjóðfélagsins,
en um leið fellur það, sem gott er, í gleymsku.”
Ertu að djóka?!
Að sjálfsögðu beinast augu manna að stórum göllum sem stinga mikið í augu. Þó að ýmislegt gott gerist líka á landinu þýðir það ekki að við getum ekki beint sjónum að göllunum til að reyna að bæta það sem úrskeiðis fer.
Hvaða máli skiptir heldur dýr heilbrigðisþjónusta, fasismi og skólalánakerfi sem er til háborinnar skammar þegar við höfum svona virka skógrækt?
“Þar að auki hefur Alþingi, þetta blessaða þing,
sem þjóðin sjálf kaus til þess að fara rétt
með lögin, samþykkt fjölmiðlafrumvarpið.”
Forsetinn er eftir stjórnarskránni, og jafnframt er það eitt stærsta hlutverk hans, ábyrgur fyrir því að stöðva það sem fer í gegn hjá þinginu ef forseta virðist að í því tilfelli sé þing ekki að vinna vilja þjóðar. Þing er til þess eins að vinna vilja þjóðar svo ekki þurfi að kalla til alla þjóðina við hvert smámál.
Þingið hefur bara umboð frá þjóðinni í heild, og líkt og konungur sem gefur lénsherra umboð sitt hefur æðra vald til að grípa fram í mál í höndum lénsherrans, hefur þjóðin leyfi til að grípa fram í fyrir þinginu, sé það ekki að gera vilja þjóðar.
Þar kemur forsetinn inn, hann er fulltrúi þjóðar allrar og getur, ef þannig horfir, leyft sér að skjóta málinu til þjóðarinnar sem þá kýs sjálf um hvernig skuli fara fyrir viðkomandi máli.
Telji aðstandendur frumvarpsins sig vera að gera vilja þjóðar geta þeir ekki haft neitt að óttast varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu.
“Þrátt fyrir allt þetta, er ég ekki á móti því valdi,
sem forsetinn hefur til þess að synja lögum.”
Forsetinn hefur bara alls ekkert vald til að synja lögum, hann hefur einungis vald til að láta þjóð skera úr um hvort synja skuli lögunum. Það kallast málskotsréttur og er bara ALLT ANNAÐ en synjunarvald. Lögin eru enn í gildi, þar til þjóðin sker úr um annað.
“Þjóðaratkvæðagreiðslan, sem mun fara fram innan tíðar, mun
ekki endurspegla vilja þjóðarinnar, því eins og áður
sagði, þá mun hún ekki nota dómgreind sína við
kosninguna. Það er einmitt það, sem mun gera umrædda
þjóðaratkvæðagreiðlu meingallaða.”
(sjá efst) Ég held að hafi þjóðinni verið treystandi til að kjósa á þing sé henni alveg jafn treystandi til að kjósa um þetta mál.