Það hefur verið gaman að fylgjast með umræðu síðustu vikna um hið blessaða fjölmiðlafrumvarp :)
Margt hefur verið sagt og sumir látið stór orð falla. Stóra spurning í dag eftir að Alþingi hefur samþykkt frumvarpið góða/slæma er hvort Hr. Ólafur Ragnar Grímsson staðfesti það með undirskrift sinni eins og hefðin gerir ráð fyrir.
En þrátt fyrir hefðina er ljóst að margir telja - og það án efa með réttu - að Hr. Ólafur Ragnar Grímsson sé að íhuga réttmæti þess. Meðal þeirra er Davíð Oddson forsætisráðherra, allavega sá hann ástæðu til þess að beina orðum sínum til forsetans og vitna í orð sem hann lét falla á Alþingi árið 1995 þegar rætt var um “hringamyndun og samþjöppun valds í íslenskri fjölmiðlun”.
Í ræðu sinni um þetta málefni sagði þingmaðurinn Ólafur Ragnar Grímsson m.a.:
Hringamyndanir á sviði fjölmiðla ganga þannig þvert á nútíma
hugsun á vettvangi lýðræðis. Þannig hefur í ýmsum
lýðræðisríkjum eins og í Bandaríkjunum og Evrópu verið sett í
lög margvísleg ákvæði sem koma í veg fyrir hringamyndanir,
ákvæði sem koma í veg fyrir það að sömu aðilarnir geti haft
ráðandi vald á dagblöðum, á sjónvarpsstöðvum og á
útvarpsstöðvum. Engin slík lög eru til hér á Íslandi.[1]
Í umræðu um atkvæðagreiðslu fjölmiðlafrumvarpsins góða/slæma benti Davíð Oddson á þessi orð fyrrverandi þingmanns og núverandi forseta.[2]
Þegar núverandi forseti lét þessi orð falla var staðan sú á íslenskum fjölmiðlamarkaði að myndaður hafði verið öflugur fjölmiðlarisi (DV + Stöð 2 + Bylgjan o.fl.) þar sem einn af þremur stjórnarmönnunum var aðstoðarmaður forsætisráðherra (Davíðs Oddsonar), fréttastjórinn var fyrrum aðstoðarmaður menntamálaráðherra (Sjálfstæðisflokki) o.s.frv.[1] …á þetta gleymdi Davíð Oddsson alveg að minnast á!
Nú hefur dæmið snúist við og þeir sem ráða ríkjum í umræddum fjölmiðlarisa eru að mati Sjálfstæðismanna andstæðingar sínir. Í ljósi þess er áhugavert að skoða viðbrögð þingmanna Sjálfstæðisflokksins við ræðu Ólafs Ragnars Grímssonar.[3]
Í svari Menntamálaráðherra Ólafs G. Einarssonar (Sjálfstæðisfl.)kom þetta m.a. fram:
Eins og kunnugt er gilda ekki sérstök lög um samruna
fyrirtækja á sviði fjölmiðlunar hér á landi. Um það efni
gilda samkeppnislögin sem hafa það að markmiði að efla virka
samkeppni í viðskiptum og þar með að vinna að hagkvæmri
nýtingu framleiðsluþátta þjóðfélagsins. Í lögunum er kveðið á
um m.a. að markmiðinu skuli náð með því að vinna gegn
óréttmætum viðskiptaháttum, skaðlegri fákeppni og
samkeppnishömlum og auðvelda aðgang nýrra keppinauta að
markaðnum. [...]
Þetta verður að duga sem svar mitt við spurningum hv. þm.
Hann gerði nokkuð mál úr því að sjálfstæðismenn væru nokkuð
fyrirferðarmiklir sem eignaraðilar að stórum fjölmiðlum hér á
landi. Það má vel vera og ég vona satt að segja að svo sé en
ég kannast ekki við að Sjálfstfl. sem slíkur sé tekinn
einhverjum sérstökum silkihönskum af þessum stóru fjölmiðlum.
Það kannast ég ekki við. Auk þess reikna ég ekki með að
eignaraðilarnir ráði ritstjórnarstefnunni en það má vel vera
að hv. þm. Ólafur Ragnar Grímsson telji að svo sé. Ég held að
slíkt þekkist ekki lengur nema á hreinum flokksblöðum sem eru
ekki mörg eftir.[4]
Björn Bjarnason, þá óbreyttur þingmaður, sagði m.a.:
Ég sé ekki að það sé neitt athugavert við það að fyrirtæki
sameinist, einkaaðilar sameinist um slíka starfsemi og tel
það því miklu meira í samræmi við tímann heldur en mæla fyrir
um það að ríkið auki hlut sinn á sviði fjölmiðlunar.[...]
Það er einnig rangt að halda því fram að hér hafi þrengst um
á fjölmiðlamarkaði. Þvert á móti hafa tæknibreytingarnar
leitt til þess að það er miklu auðveldara en áður var að
stunda fjölmiðlun, bæði í útvarpi og einnig í blaðaútgáfu,
enda sjáum við það um land allt og hvarvetna þar sem menn
hafa áhuga á að láta að sér kveða að þeir geta gefið út blöð
og þeir geta opnað útvarpsstöðvar þannig að það er algerlega
rangt að halda því fram að skoðanamyndun í landinu sé að
færast á færri hendur. Þvert á móti hefur tæknin leitt til
þess að það geta fleiri látið að sér kveða.[...]
Um það hvort þurfi að setja sérstaka löggjöf varðandi þessa
starfsemi þá dreg ég það í efa. Ég held að sú löggjöf sem er
nú fyrir hendi geri mönnum kleift að stunda þessa starfsemi,
bæði blaðaútgáfu, útvarpsstarfsemi og sjónvarpsstarfsemi með
þeim hætti að fullnægjandi sé fyrir hagsmuni hins almenna
borgara. Og ég mótmæli því að einhver þróun hafi átt sér stað
hér í landinu sem miðar að því að færa upplýsingamiðlun á
færri hendur. Hið gagnstæða hefur í raun og veru gerst.[5]
Langaði bara til að vekja athyggli á þessu :) Hver og einn verður að leggja þá túlkun í þetta sem hann telur réttasta.
HEIMILDIR————
[1]http://www.althi ngi.is/altext/118/02/r13160032.sgml
[2]http://www.alth ingi.is/raeda.php4?raeda=/130/05/r24134506.sgml
[3]þei r sem vilja skoða umræðuna í heild sinni geta gert það hér:
http://www.althingi.is/dba-bin/umr.pl?btim=1995-02-
13+15:59:53&etim=1995-02-13+16:39:11
[4]http://www.alt hingi.is/altext/118/02/r13160610.sgml
[5]http://www.al thingi.is/altext/118/02/r13163025.sgml