Ef Alþingi yrði slitið þyrfti að sjálfsögðu að efna til nýrra Alþingiskosninga eins fljótt og auðið er. En hvernig mundu þessar kosningar fara í ljósi nýskeðs hneykslismáls (fjölmiðlafrumvarpið). Ég ætla að gera ráð fyrir að þeir 5 flokkar sem nú eiga fulltrúa á Alþingi og Frjálshyggjufélagið þar að auki verði í framboði. Ég ætla að taka það fram að ég studdi Framsóknarflokkinn fyrir svona 3 vikum. Nú er ég hins vegar farinn að hallast frekar til Samfylkingarinnar, aðeins vegna stuðnings Halldórs við frumvarpið. Ef Halldór Ásgríms bakkar ekki út úr þessu máli strax mun ég ekki kjósa hann í næstu kosningum.
Nú benda allar skoðanakannanir til þess að áðurnefnt frumvarp njóti mikillar andstöðu í þjóðfélaginu og fylgi við ríkis-stjórnina sé í lágmarki. Ef Frjálshyggjufélagið byði sig fram mundu líklega margir ungir Sjálfstæðismenn snúa baki við flokknum og kjósa Frjálshyggjufélagið. Einnig mundu líklega margir Framsóknarmenn kjósa Samfylkinguna. Ekki tel ég að margir stuðningsmenn stjórnarandstöðunnar mundu kjósa ríkisstjórnina vegna þessa máls. Þetta mál mundi líklega ekki hafa jafn mikil áhrif ef kosið yrði 2007. Það hefur nefnilega oft sýnt sig að kjósendur eru fljótir að gleyma, auk þess sem ríkisstjórnin gæti á meðan aukið fylgi sitt með skattalækkunum og öðrum góðverkum. Ég held að stjórnin mundi bera afhroð ef kosið núna fljótlega. Ég mundi hins vegar vona ef kosið yrði nú, að þetta mál mundi aðallega koma niður á Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingin mundi auka fylgi sitt mest af stjórnarandstöðuflokkunum. Ef það yrði raunin gætu Framsókn og Samfylkingin líklega myndað góða ríkisstjórn. Þetta er von mín því ég tel Davíð algjörlega vera að missa vitið, eftir að hafa komið mörgu frábæru í verk á liðnum árum, og ég lýt ekki á Frjálslynda flokkinn og Vinstri græna sem fullgilda flokka. Ég tel að Framsóknarflokkurinn gæti myndað mun betri ríkisstjórn með Samfylkingunni en núverandi ríkisstjórn undir forystu Davíðs. Annars tel ég að Frjálshyggjufélagið eigi eftir að ná nokkru fykgi, kannski ekki í næstu kosningum en fljótlega.
Ps. þetta frumvarp er fáránlegt. Það beinist gegn einu ákveðnu fyrirtæki (Norðurljósum) og á bara eftir að auka samþjöppun á fjölmiðlamarkaði. Það er jú staðreynd að þegar fyrirtækjunum fækkar hlýtur samþjöppunin að verða meiri. Þetta frumvarp leiðir líklega til þess að eitthvað af miðlum Norðurljósa mun hætta. Við eigum frekar að þakka Baugi fyrir að bjarga Norðurljósum og Fréttablaðinu. Kannski hefur samþjöppun aukist seinasta árið eða svo, en var hún eitthvað minni fyrir svona 5-6 árum. Þá voru bara þrír aðilar í fjölmiðlarekstri (Norðurljós, ríkið og DV) auk afþreyingar útvarpsstöðva. Nú eru hins vegar Norðurljós, ríkið, Útvarp Saga og Íslenska Útvarpsfélagið í þessum bransa. Ég er samt þeirrar skoðunar að það eigi að setja einhver lög um þetta, en ekki svona ströng né illa samin og þau eigi að vera almenn.
“I'd love to go back to when we played as kids,