Góðir lesendur,
Ég verð að játa mig sigraðan í þetta skiptið, en þannig er mál með vexti að ég er ekki sammála vini mínum í Sjálfstæðisflokknum Davíð Oddssyni, varðandi þetta fjölmiðlafrumvarp. Mér finnst í lagi að setja einhver lög á Íslandi um eignarhald á fjölmiðlum, en mér finnst þetta kannski fulllangt gengið, þetta er ekki frumvarpið sem að Davíð stakk upp á, en auvðitað er hann aðalmaðurinn á bakvið allt sem að gerist þegar að það er dregið fyrir gluggan í neðanjarðarbyrginu í Stjórnarráðinu þegar að allar stóru ákvarðarinnar eru teknar. Mér finnst líka lélegt af Davíð að ætla að enda sinn pólitíska feril með svona miklum sköndulum, og ég held að þessi sé reyndar sá stærsti en, mér finnst það samt lélegt. Og nú á þetta eftir að fara í gegnum dómsvaldið og svo finnst mér að Forseti Ísland, Mrs. Ólafur Ragnar, ætti að nota þetta “Nei” sem að hann getur gert, þá kannski hækkar hann svona mikið í áliti hjá mér á meðan Davíð var með þessu að lækka svona mikið í áliti hjá mér. Eitt augnablik datt mér í hug að segja mig úr Sjálfstæðisflokknum. Svo hugsaði ég, að ég styð Davíð og já… þannig að það varð ekki mikið úr því. Þetta frumvarp beinist reyndar bara gegn Norðurljósum, en þá geta þeir ekki rekið bæði útvarp og sjónvarp eins og að þeir gera núna… eins og hádegisfréttirnar sem að eru hjá Bylgjunni eru með sömu fréttamönnum, og koma svo aftur á kvöldin og skemmta. Og flestir starfsmenn PoppTíví eru líka með útvarpsþátt á FM957, þetta verður ekki hægt, og það er svona ýmislegt sem að breytist… þeir þurfa örugglega að gera þetta undir tveim kennitölum og starfsmennirnir mega ekki flakka svona á milli, og tvær auglýsingadeildir og eitthvað svoleiðis rugl. Svo verða Norðurljós ekki skráð á hlutabréfamarkað, og lán Norðurljósa eru hjá Landsbankanum eru í uppnámi sem að gæti orsakað það að hlutabréf hjá Landsbankanum lækka, sem að er ekki gott. Meira vil ég ekki tjá mig um þetta mál, en Davíð ef að þú lest þetta: “Þú veldur mér vonbrigðum”.
Kveðja,
Björn Þór
WWW.BJORNTHOR.COM