,,Þetta kerfi tryggir að ALLIR hafa einhverja lágmarks framfærslu,
hvort sem hún dugir til af öllu því sem borga þarf af þá tryggir
hún það að fólk deyr ekki úr hungri. Ef því vantar meira þá eru
ýmis frjáls félagasamtök sem geta eitthvað hjálpað.´´
Og hver segir að kerfi rekið af hagsmunaaðilum gæti ekki séð til þess að ALLIR hefðu einhverja lágmarksframfærslu. Ef ríkið myndi í einni svipan hætta að halda uppi velferðarkerfi og lækka skatta sem því nemur þá myndu ráðstöfunartekjur heimilanna aukast sem því nemur ( athugaðu það að ég er ekki að leggja til svo snöggar breytingar). Þegar fólk sér að samborgarar þeirra hafa það ekki gott finna þau til ábyrgaðar og samkenndar með þeim, megin reglan er sú að fólk vill hjálpa þeim sem minna mega sín. Þá er hægt að hugsa sér að fólk verji einhverju föstu hlutfalli til hjálparstofnanna.
,,Og svo að lokum eru öll ríki sem á annað borð teljast efnuð með
einhverskonar konar aðstoð meira að segja Hong Kong!´´
Já ég var aldrei að segja að Hong Kong væri ekki með fátækrahjálp. Þeir eru meira að segja með hámarksverð á ákveðnum vöruflokkum til að vernda þá sem minnst eiga. Ég skil bara ekki hvaðan þetta kemur og hvað þetta kemur svari mínu við.
,,Hérna tekurðu svo hlutina algerlega úr samhengi því ég sagði aldrei
að það væri neitt óeðlilegt svo fremi sem maðurinn á ekki í hættu
á að svelta í hel,´´
Ég ætla nú bara að benda þér á það, að þú tókst það hvergi fram að það væri eðlilegt ef hann væri ekki að fara að svelta í hel. Ég gat nú varla tekið þetta úr samhengi ef það kom aldrei fram, eða hvað? Ég held að þú hafir bara ekki verið búinn að gera þér grein fyrir þessu með samningsfrelsið og hvernig menn eru bundnir af þeim samningum sem þeir gera.
,,Ennþá bullaru einhverja þvælu þar sem það eina sem þessi ríki
eiga öll sameiginlegt er að vera það fátæk að þau hafa ekki efni á
að reka kerfi sem við höfum(og ekki koma með “það er af því að
þau eru ekki frjáls” röfl, ég nenni ekki að hlusta á þetta)´´
Bíddu andskotans aðeins… ef þú nennir ekki einu sinni að hlusta á andmælendur þína býstu þá við því að vera tekinn alvarlega. Trúir þú því kannski að enginn nema þú hafir rétt fyrir sér, að þú sért handhafi hins rétta siðferðislega sannleiks. Það er einmitt af því að þau eru ekki frjáls sem þau eru fátæk og til þess að halda uppi velferðarkerfi þarf peninga. Þessi ríki virða ekki einu sinni eignarrétt þegna sinna sem er nú sjálfsagður hér á vesturlöndum og er forsenda velferðar. Bottomline: þau eru fátæk af því þau búa við helsi, ekki frelsi.
,,Ég skal nú bara segja þér af first hand knowledge:NEI
og jafnvel þótt þeir væru það, er það þá bara allt í lagi?´´
Ok þú ert sem sagt búinn að eiga í innilegum samræðum við meginþorra fátæklinga í Hong Kong. Það breytir því samt sem áður ekki að það deyja mun fleiri undir harðstjórn Kínverja heldur en Hong Kong búa og því sannar það enn og aftur gildi frelsisins. Það að vera “1st. level immigrant” þýðir það að eiga bókstaflega sama og ekkert. Flestir koma bara með fötin sem þau eru í. Finnst þér eitthvað skrítið að þetta fólk eigi lítið af peningum? Það væri líka mjög óeðlilegt ef ríkistjórnin myndi reyna að halda uppi velferðarkerfi fyrir alla þá sem koma til landsins því efnahagur borgarinnar ræður einfaldlega ekki við það. Því auðveldara sem það er að fá styrki og bætur því meiri vilji er hjá fátæklingum að flytjast til þess lands. Nú er ég alls ekki á móti innflytjendum, tel t.d. að ríkið eigi ekki að gefa út svokölluð dvalar- og atvinnuleyfi heldur ættu allir að hafa rétt á að vinna hér. Það sem mér finnst hins vegar óeðlilegt eru styrkjakerfi, eins og t.d. í DK sem beinlínis hvetja lágtekjufólk til að hætta að vinna. Ok ég er kominn soldið út fyrir efnið en vonandi skilurðu hvað ég er að fara.
,,Hugsaðu nú aðeins áfram, það er ekkert ríki í heiminum sem
barnaskólakerfið er einkavætt frá grunni, ef það yrði gert
gætu einfaldlega fátækasta stéttin ekki sent börnin sín í skóla,
finnst þér sangjarnt að heil stétt idjóta sem ekki kunna að lesa
myndist´´
Þegar ríkisfyrirtæki eru einkavædd gerist eitt alveg skilyrðislaust, þau eru rekin á hagkvæmari hátt. Þetta þýðir að framleiðsluþættir fyrirtækjanna og þar með þjóðfélagsins eru betur nýttir. Betri nýting framleiðsluþátta kallar óhjákvæmilega á hagvöxt og þar með meiri velmegun. Forsendan fyrir því að skólar yrðu einkavæddir væri sú að skattar myndu á móti lækka sem því nemur. Nú er skólakerfið næst dýrasti einstaki útgjaldaliður ríkisins ( næst á eftir heilbrigðiskerfinu) og því má leiða líkur að því að þessar skattalækkanir yrðu all verulegar. Nú hefur fólkið hvorutveggja auknar tekjur og mun meiri ráðstöfunartekjur eftir skatt. Þá er komið að því að greiða útgjöld heimilisins. Einn af þessum útgjaldaliðum er mögulega skólagjöld. Skólar myndu reyna að ná til ákveðins hóps af fólki, þ.e. þeirra sem tilbúnir eru að greiða meira fyrir menntun sinna barna og svo þeirra sem hafa takmörkuð fjárráð og eru ekki tilbúin að steypa sér í skuldir til að greiða fyrir menntun barna sinna. Svo velur fólk skólann sem hentar þeim. Þegar hér er komið við sögu er eðlilegt að spyrja sig hvort börn sem eiga fátæka foreldra fengju ekki alltof lélega menntun. Það er ansi vafasamt. Enn væri hægt að gefa út námskrá fyrir barnaskóla upp að t.a.m. 15 ára sem gerði skólum skylt að veita ákveðna lágmarksmenntun. Svo er annað mál hvort skólar sem heimti hærri skólagjöld veiti ekki mun betri menntun, og þá aftur hvort það sé eitthvað óeðlilegt? Ég tel svo ekki vera.
,,ég skil bara ekki hvers vegna ég er að þessu, það er
enginn að tala um að breyta öllu í miðstýrt sovét hérna,
Ég er að tala um að það verði að vera amk LÁGMARKS kerfi
til þess að tryggja að fólk drepist ekki bara si svona.
Þú heldur enn áfram að bulla um hvernig hlutirnir eru í HK
þótt þu hafir aldrei verið þar og vitir óskaplega lítið um pleisinn
Ég hef dvalið talsvert í HK og ég bara nenni ekki að rökræða
við einhvern sem telur sig vita betur að því að hann hefur lesið
the wealth of nations.´´
Jæja ok þú ert greinilega fylgjandi blönduðu hagkerfi. Ég er það ekki. Ég er á móti því að ríkið sé að hafa afskipti af fólkinu í landinu sí og æ. Hagstjórnaraðgerðir ríkistofnanna s.s. Seðlabanka eru nær alltaf rangt tímasettar og ríkið er afar lélegt í því að reka fyrirtæki og stofnanir. Við erum allavega sammála um það að það sé eðlilegt að gefa þeim sem minna mega sín einhvern hluta af tekjum sínum. Við erum ekki sammála því hvernig er best að hátta þessum greiðslum. Það er rétt hjá þér að ég hef aldrei verið í Hong Kong en ég hef lesið ansi mikið af “statistics” og frelsisvísitölu þar í landi og í nágrannaríkjum. Þannig að ég er ekkert út úr heiminum í þessu.