Mikið hefur verið skrifað og rætt undanfarna daga um forsetaembættið, tilgang þess og skyldur, sumir vilja leggja það niður, aðrir vilja auka skyldur þess og enn aðrir vilja láta sér nægja að yfirfara núverandi skipulag og skilgreina embættið betur.
Mín afstaða kemur hér fram í fylgjandi grein.
Fyrst vil ég fara örlítið út í hverjar skyldur forseta eru í dag, þær eru svo til engar… s.m.k.v núgildandi stjórnarskrá hefur forseti ýmis völd og skyldur s.s. neitunarvaldið umdeilda, hann á að geta rofið þing og skipað ráðherra í ríkisstjórn og haft milligöngu um samninga við erlend ríki, staðreyndin er sú að þessar skyldur hafa færst yfir á önnur ráðuneyti og sumum ákvæðum hefur aldrei verið beitt t.d neitunarvaldinu.
Hvað gerir þá forsetinn? Gætu þá sumir spurt, og svarið er það að embættið eins og það er í dag er einungis virðingarstaða, forsetinn mætir á hinar ýmsu atburði sem virðingarauki, hann fer í heimsóknir til annara landa og spjallar við aðra þjóðhöfðingja, ásamt því sem hann á að mæta á ákveðna þingtengda atburði og hann á að staðfesta lög sem alþingi setur.
Það verður að segjast að þetta er nú ákaflega þægilegt starf, þar sem einu skilyrðin eru að geta hagað sér virðulega á mannamótum, og hugsanlega er þetta ein af ástæðunum fyrir því að forsetaembættið hefur mikið misst virðingu og mis gáfulegir menn hafa sókst eftir því.
Þá kemur að aðal málinu, hvað mér finnst að ætti að verða um forsetaembættið.
Ég er alfarið á móti því að leggja það niður, jafnvel í núverandi mynd er forsetinn ákveðið sameiningartákn þjóðarinnar og ég tel að mikill missir yrði að því.
Auk þess finnst mér að fyrst forsetinn er kosinn af þjóðinni ætti hann að gera eitthvað gagn og í því sambandi vil ég stinga upp í því að stjórnarskránni yrði breytt þannig að forsetinn haldi neitunarvaldi sínu í breyttri mynd (nánar síðar) en flest önnur, óþörf ákvæði felld niður.
Þegar ég segi neitunarvaldið í breyttri mynd þá meina ég að ríkið myndi enn starfa eins og áður, og lög og reglugerðir tækju gildi þegar þau væru samþykkt, en munurinn yrði sá að eftir afgreiðslu frumvarpsins/reglugerðarinnar færu þau inn á borð forseta, þar sem þau myndu bíða í fyrirfram ákveðinn tíma (td 2-3 mánuði) og ef nægilegur fjöldi skráðra kjósenda ( td. 20-40%) myndu eftir einhverjum skipulegum leiðum mótmæla frumvarpinu/reglugerðinni þá yrði það fellt úr gildi og þjóðaratkvæðagreiðsla yrði um málið.
Tökum dæmi:
t.d. launafrumvarpið um laun þingmanna sem sett var fyrir jól og mikill óánægja var um,
segjum sem svo að þær breytingar sem ég nefndi áður hefðu verið búnar að taka gildi, og segjum að 30% atkvæðabærra manna hefði mótmælt því á einhvern ákveðinn hátt( t.d skriflega eða rafrænt) ásamt því að td 3 óháðar skoðanakannanir hefðu sýnt andstöðu þjóðarinnar við launafrumvarpið þá ætti forseti að beita neitunarvaldi sýnu og frumvarpið hefði farið í þjóðaratkvæðagreiðslu og t.d. fellt úr gildi, þannig gæti almenningur tekið fram fyrir hendurnar á alþingi og veitt því nauðsynlegt aðhald.
Þingmenn gætu mótmælt ákvörðun almennings með því að hætta, því það er jú enginn skortur á fólki sem myndi vilja taka við þeirra störfum
Kostir: ríkisstjórn veitt aðhald og almenningur fengi hugsanlega meiri áhuga á stjórnsýslu landsins þar eð hann hefði einhver völd yfir því, forsetinn yrði tól almennings.
Gallar: það gæti reynst erfitt að samræma og ákvarða hvernig skráning mótmælenda færi fram, tíðar þjóðaratkvæðagreiðslur gætu orðið kostnaðarsamar
að lokum vil ég biðja þá sem hugsanlega vilja koma með athugasemdir, að svara á málefnalegum nótum í stað þess að koma með óuppbyggilega gagnrýni eða þá að hengja sig í punkta sem varða ekki aðalatriði þessarar greinar.