Giftingar samkynhneigðra (tvíkynhneigðir teljast með) í vesturlöndunum er
fyrirbæri sem mér finnst ætti að takast á sem fyrst. Ef þú lítur á
skoðanakannarnir í Bandaríkjunum finnur maður að aðeins 29% Kana
styðja giftingar samkynhneigðra og án efa er meirihluti þeirra
tvíkynhneigðir eða samkynhneigðir en á Íslandi er það önnur saga. Ég
man ekki eftir að nein skoðanakönnun hafi verið birt en ég tel Íslendingar
aðeins opnari fyrir þessu.

Ég ætti kannski að byrja á því að ég sjálfur er trúleysingi og tel giftingar
vera mjög ómerkilegar en ég er í minnihlutahópi á þessari skoðun. En fólk
kannski skilur ekki er að það eru mjög margir sem eru ekki full-
gagnkynhneigðir í þessum heimi. Vandamálið gæti verið að það eru svo
fáir sem þora að segja sína skoðun. Flestir segja bara ´mér er alveg
sama´. Fólk ætti að segja sína skoðun vandlega og fara að íhuga þetta
betur. Ég veit með vissu að Kinsey intitute um kynhneigð mannvera (við)
að þar komu margar athyglisverðar staðreyndir, ég get bara sett á link fyrir
ykkur á eftir. Það er staðreynd að kristin trú er mjög á móti samkynhneigð/
tvíkynhneigð eins og hún hefur verið túlkuð biblían og flest trúarbrögð í
heiminum eru á móti þessu líka, nema Búdda-trú :) En þjóðfélaið er að
blanda saman trú og ríkið í eitt svo allir samkynhneigðir/tvíkynhneigðir eru
ekki hæfir við að giftast einhverjum af sama kyni. Ef þessu væri skipt í 2
hluta sem mér finnst að ætti að gera væri liklegast mun léttara að gera
þetta löglegt. Ég er nú á móti þessari blöndun líka út af því að það gerir
mig kristinn og lætur mig fara eftir öllum lögum biblíunnar en gott er að ég
er ekki í þjóðkirkjunni. Biblían er bók sem er skrifuð á mörg hundruð ára
tímabili og er skrifuð af mörgum mönnum. Þetta er ekki rit sem ´Guð´ sendi
til manna. Þetta er bók skrifuð af mönnum fyrir aðra menn byggt á
hræðslu. Biblían hefur gert meira illt en gott við mannfólk. Stríð og eymd
hefur fylgt trúarbrögðum allsstaðar. Fyrir 500 árum mátti brenna ´nornir´
en ekki skrifa á jörðina. Núna má stunda kynlíf, skrifa á jörðina og vera
trúleysingi en því miður er samkynhneigð/tvíkynhneigð ennþá sett til
hliðar. Það sem ég er að reyna að segja að mannfólk hræðist það sem
það skilur ekki. Ef meirihluti manna væru samkynhneigðir væri það þá
kannski ekki erfitt fyrir gagn og tvíkynhneigða? Þá væru þeir sem ekki eru
samkynhneigðir í sömu stöðu og samkynhneigðir eru hér. Allir eru
frjóvgaðir í glasi og við dag einn í lífi manns er búist við að maður sé
samkynhneigður. Það er nú þannig í dag að allir eru fæddir
gagnkynhneigðir. Þjóðfélagið troðir þessu upp í mann og ef þú verður
öðruvísi en það ætlast lætur það mann líða illa og fer að prédika fávisku
sína. Ég er kannski að ganga of langt hérna? Annars er gott að fá að vita
hvað ykkur finnst. Hvað ætti að gera? Og þið megið spurja mig að hverju
sem þið viljið……

Nokkrir linkar:
http://www.kinseyinstitute.org/resources/ak-hhscale.h tml
http://www.virtualcity.com/youthsuicide/links9.htm

svo ef þið viljið vita meir um samkynhneigðar giftingar flettið því bara á
www.google.com eða leit.is