,,Hefurðu ekki heyrt um fjárlög? Það er ekki einhvern einn stjórnmálamaður eða einn flokkur sem ræður því hversu miklar upphæðir fara í hvern málaflokk. Svigrúm stjórnmálamanna til að spandera peningum til að kaupa atkvæði er því ekki upp á marga milljarða eins og þú virðist halda fram.´´
Þetta er nú ansi leiðinlegur útúrsnúningur. Ráðherrar geta fyrir það fyrsta fengið auka fjárveitingar sem eru undanþága frá fjárlögum. Auk þess eru til ýmsir pólitískir sjóðir s.s. listamannalauna sjóðurinn og nýsköpunarsjóður. Ennfremur fær hvert ráðuneyti peninga samkvæmt fjárlögum. Erfitt er að gera sér í hugalund að það sé akkúrat það sem þarf, auk þess sem tekið er tillit til þessara duttlunga ráðherranna og alls konar gæluverkefna. Kíktu t.d. á allar nefndirnar sem ríkið rekur til að halda utan um gæluverkefnin sín:
http://www.frelsi.is/sjalfstaedisstefnan/nr/2043.Sí ðan er líka gaman að sjá þig halda því fram að ég trúi því að þetta séu margir milljarðar. Ég nefndi fyrst margar milljónir, síðan sagði ég jafnvel milljarðar. Þetta þýðir það að ég hafi minni trú á að þetta séu einhverjir milljarðar, þó erfitt sé að gera sér grein fyrir ráðstöfun fjármuna innan ráðuneytanna.
,,En það er ekki eins mikið og hér áður fyrr.´´
Já en það er enginn afsökun. Tekinn hafa verið skref í rétta átt en ef enn finnst spilling innan stjórnkerfisins er það einfaldlega óásættanlegt. Það þarf að minnka vald ríkisvaldsins svo það sé minna svigrúm fyrir spillingu að leynast.